Jæja víst fólk tók heilsufars greininni vel þá skelli ég þessari líka, mér fynnst þetta persónulega mjög fróðlegt.
Þroskaskeið hundsins :
0-2 vika.Hvítvoðungaskeið:
Frá viðmiðun hvolpsins eru þessar 2 vikur alls ekki einfaldar. Þegar tíkin hefur sleikt hvolpinn eftir fæðingu hefst baráttan fyrir lífinu. Leitin af spenanum fer fram eftir reglubundnu munstri og er mikilvægust allra leita. Tíkin hjálpar ekki. Hún stendur upp og færir sig, endurtekur æfinguna. Á þessu tímabili þrefalda þeir þyngd sína.
3 vika.Breytingaskeið:
Augu og eyru byrja að opnast á 13 degi.sjón og heyrn á 17-18 degi, fullþroskuð á 21 degi. Hvolpurinn byrjar að sleikja tíkina í munnvikin til þess að örva hana til að kasta upp hálfmeltaðri fæðu. Þetta verður síðan að vináttumerki og virðingu.
4-7 vika.Mótunar- og tengingarskeið:
Fer að fá fasta fæðu 3-5 vikna. Hvolpurinn fer að þroskast andlega. Allt er rannsakað. Á þessu skeiði verður hann að tengjast manninum, í fleirtölu á hverjum degi. Það má alls ekki raska svefni hans né trufla hann þegar hann borðar. Tengingin byggist á frumkvæði hvolpsins. Foringi er sjálfum sér samkvæmur, yfirvegaður og réttlátur. Ekkert getur komið í stað fyrir uppeldi tíkarinnar.
8-12 vika.Félagsþroskaskeið:
Nú verður nýr eigandi og nýtt heimili að koma inní málið. Hann er mótækilegur fyrir breytingum. Hann verður að fá næði til að skoða sig um, éta og sofa.Virðingastiginn(goggunarröðin) verður að vera á hreinu. Við verðum að mega koma við matarskálina hans. Hann þarf að skilja að við sjáum um að gefa honum mat og erum sanngjarnir foringjar, við rænum ekki af honum matnum. Við bjóðum upp á leik ekki öfugt. Umhverfisþjálfun hefst. Kynnum honum umferð bíla-gangandi o.s.f.v
5-6 mánuðir.Flokkmyndunarskeið:
Á þessu skeiði er hundurinn sérlega námsfús. En stilla þarf kröfum og þjálfun í hóf.notum þennann tíma til að styrkja sambandið og samvinnuna. Förum í létta leiki, leyfum hundinum að nota skylningsvitin sín, það þroskar. Leikum á grundvelli samvinnu ekki skipunum. Ef reynslulítill eigandi missir tökin endar það með uppgjöf eiganda og erfiðum hundi. Flokkur án foringja er ekki til í heimi hundsins.
7-10 mánaða.Gelgjuskeið:
Tíkur lóða, hundar lyfta löpp. Líkamlega fær um að geta alið hvolpa en ekki er andlegur þroski fyrir hendi. Tímabil þolinmæðinnar og klókinda af okkar hálfu. Ekki vonsku. Framfylgjum gefnum beiðnum(skipunum). Því hundurinn virðist hafa misst heyr og sjón. Við förum ekki í áttök og þvinganir.Ef skipun er gefin þá verður hundurinn að fylgja skipunninni.(Sumir kalla þetta bananaskeið, þ.e.a.s eins og hundurinn sé með banana í eyrunum).
10-17 mánaða. Grunnskólaskeið:
Skólaganga hefst. Venjulega rólegt tímabil. Hundurinn er mjög námsfús opinn til hvers konar þjálfunar. Rétt er að nýta sér þetta vel en athuga að flas er ei til fagnaðar, sem sagt flýta sér hægt og markvisst.
17-22 mánaða.Andlegt þroskaskeið:
Rólegheita tímabilið endar. Seinna gelgjuskeiðið hefst. Margt sameiginlegt með 7-10 mánaðar gelgjunni. Við forðumst áttök og þvingun og tökum á þolinmæðinni. Þegar þessu tímabili líkur er hundurinn fullorðinn, frammundan er langt og ánægjulegt líf í góðu samstarfi hunds og manns.
Heimildir út um allt.