Heilsufar hundsins

LÍKAMSHITI:
Líkamshiti hundsins er 38,5-39°c. Notið venjulegan hitamæli(rassamæli).
SPÓLUORMAR:
Þeir berast með saurnum. Þeir smita ekki fólk – Eru það sama og njálgur í mönnum. Spóluormur hundsins leynist oft í tíkum og fer frá þeim í fóstrin og blossasst svo upp í hvolpunum. Hreinsa þarf hvolpana 4-6 vikna gamla og síðan á 4 mánaða fresti fyrsta árið, síðan einu sinni á ári. Tíkur þarf að hreinsa fyrir og eftir got.
TENNUR:
Hvolpar fæðast tannlausir. Fær hvolpa(mjólkur) tennur um 2-4 vikna, hvolpur fær 28 tennur. Tannskiptin byrja um 3-6 mánaða. Fullorðinstennur eru 42. Tannsteinn veldur andremmu. Steinefni í munnvatninu setjast í skán á tennurnar og mynda tannstein sem með tímanum losar tennurnar.
AUGU:
Þurrka stýrur með bómul sem undin er úr volgu vatni. Leita til dýralæknis ef sífellt tárarennsli er eða gröftur eða önnur erting.Ef að hundur fær að hafa hausinn út í bíl á ferð (sem er stranglega bannað) getur það valdið augnbólgum.
EYRU:
Eyrnabólga er algengust hjá hundum með lafandi eyru. Algengustu orsakir eyrnabólgu eru ryk, vatn, óhreinindi og kuldi. Hundurinn hristir hausinn og hallar undir flatt eða klórar sér ef óhreinindin eru í hlustinni.
KLÆR:
Klær verður að klippa reglulega ef að þær eyðast ekki sjálfar. Sporanaúlfaklónna verður að passa upp á, annars getur hún vaxið inn í fótinn. Passa verður að klippa ekki í kvikuna.
ENDAÞARMSBÓLGA:
Endaþarmskirtlar eru lyktarkirlar. Eitt sitt hvoru meginn við endaþarmsopið. Ef þeir fyllast þá þarf að tæma þá annars getur komið ígerð. Dýralæknir á að kreista þá.
BANDORMAR:
Sullaveiki bandormurinn þarf millilið þ.e sauðkindina. Hann æxlast í görnum hundsins,veldur þjáningum og dauða.Til öryggis er hundum aldrei gefið hrátt sauðakjöt.
FELDUR:
Kemba daglega. Ef hundurinn verður óhreinn þá á að þrífa hann með vatni, sápur eyða fitunni á húð og hári hundsins( nema auðvita hundasápur í hófi). Klippa hár undir þófunum á veturnar.
SMÁVEIRUSÓTT(pavró):
Pavró er mjög smitandi veirusýking sem getur valdið alvarlegum sjúkdómi í hundi jafnvel dauða.Hættulegust ungum hundum og hvolpum á aldrinum 6-20 vikna. Hvolpa er best að bólusetja 6-8 vikna,10-12 vikna,14-16 vikna og síðan árlega.


Ég veit að flest okkar vita þetta, en þetta er kannski fyrir byrjendur.
Auðvita er miklu fleira varðandi heilsufar hundsins en þetta er svona ágætt til að byrja með :)