Ég á hvolp sem er að verða 7 mánaða 26 okt. Hún heitir Kolka
Hún er alltaf að gelta á alla sem koma í heimsókn og líka á þá sem hún sér yfirleitt, td. var ég í göngutúr með hana og þá var fólk allveg langtlangt í burtu sem hún þurfti að gelta á….hún er svo afskiptasöm en vitið þið hvennig það á að láta hana hætta ?
En svo er líka annað að hún er alltaf að stökkva upp á alla…ég er að reyna að láta hana hætta með því að segja henni að hætta alltaf þegar hún gerir það….en ég er samt ekki viss hvenngi ég á að láta hana hætta…
Svo er hún alltaf að bíta mann og vill leika í rauninni hlýtur það að vera allveg eðlilegt…en samt bítur hún svo fast og það getur verið solldið vont ef hún færi til dæmis að bíta litla krakka…
En svo er eitt í viðbót…hún er búin að eyðileggja nokkra skó með því að naga innleggið úr skónum..!! kannski pínu óvenjulegt en ég veit ekki….
getiði hjálpað mér….??
kv. audurfil
Whoever said you can't buy happiness forgot little puppies. ~Gene Hill