Endurteknar líflátshótanir kærðar til lögreglu!

Lögfræðingur eigenda hundaræktunarbúsins í Dalsmynni á Kjalarnesi hefur kært til lögreglu endurteknar líflátshótanir og ærumeiðingar sem skjólstæðinga sína hafa orðið fyrir. Fer hann fram á opinbera rannsókn á málinu.

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir héraðsdómslögmaður, sem er lögmaður eigana hundaræktunarbúsins í Dalsmynni, staðfesti við DV að hún hefði sent inn ofangreinda kæru til lögreglu í Reykjavík fyrir helgi. Kvaðst hún hafa fram á opinbera rannsókn vegna hótana og ærumeiðinda ummæla sem beinast að þeim og birst hafa á Netinu undafarna mánuði.
Guðfinna kvaðst í kærubréfinu krefjast þess að hinir brotlegu yrðu dregnir til ábyrðar, lögum samkvæmt, kæmi í ljós við rannsókn að hótanirnar og ummælin brytu í bága við ákvæði almennra hegningarlaga.
Spurð um þær hótanir sem hefðu leitt til kærunnar kvaðst Guðfinna ekki vilja ræða þær í smáatriðum; til þess væru þær of “hroðalegar”. Það eina sem hún vildi segja væri að þar væri vegið gróflega að æru, lífi og limum eigenda búsins og hvatt til eignasjalla og ofbeldisaðgerða gegn þeim. Þess má geta að slóð umræddara heimasíðu er www.framleidsla.tk- fyrir þá sem vilja kynna sér efni hennar.
Guðfinna sagði að vegna þessa hefði hún óskað eftir því við lögregluna að málið yrði tekið til rannsóknar og að þeir sem brotlegir kynnu að reynast yrðu sóttir til saka, lögum samkvæmt.
Harðtvítug átök hafa staðið um umrætt hundaræktubarbú í Dalsmynni, þar sem andstæðingar “hvolpaframleiðslu” hafa verið í fararbroddi. Efnt hefur verið til mótmælastöðu við búið og tekist harkalega á um það í fjölmiðlum.
Málið hefur nú tekið á sig nýja og víðtækari mynd þar sem grundvallardeilan snýst um hvort setning reglna Umhverfisstofnuninnar um hundaræktunarbú standist lög eður ei. Lögmaður Dalsmynnis hefur kært setningu reglnanna til umhverfisráðuneytisins og er nú beðið úrskurðar þaðan. Meðan svo stendur á er mál búsins í bið, samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar.
Þá hefur lögmaður Dalsmynnisbúsins sent Umhverfisstofnun bréf þar sem bent er á að ein af grundvallarreglur í íslenskri stjórnarskipan sé jafnræðisreglan. Stofnunin hafi lýst því yfir að hún hafi einungis vitneskju um tvö hundarræktunarbú sem séu með leyfi. Í bréfi lögmannsins segir að eftir skoðun á Veraldarvefnum verði ekki annað ráðið en á Íslandi séu margir hundaræktendur sem starfi á tilskilinna leyfa og séu þar af leiðandi eftirlitslausir með öllu. Veki því furðu að Umhverfisstofnun skuli einungis beina sjónum að Dalsmynni þar sem eigendur hafa öll tilskilin leyfi til starfseminnar.


Tekið úr Dv 13.október 2003