Einn vinur minn sem heitir Siggi var að fá Border Collie hund. Hundurinn er bara lítill hvolpur og ég var að sjá hann í fyrsta sinn í morgunn og hann er algjör dúlla. Hann er alveg svartur með hvítann depil á bakinu. Hann er karlkyns og heitir Tangó. Siggi fékk hundinn á þriðjudaginn og ég öfunda hann ekkert smá. Áður en ég sá hann vissi ég ekkert hvaða tegund Border Collie var en Border Collie eru skoskir fjárhundar eða það sagði siggi mér allveganna. Siggi sagði mér líka að það gæti verið að hann væri blandaður við Labrador en hann er ekki viss.
Border Collie hundar eru svipaðir og Collie en Collie er sama tegund og Lassie er en mér finnst Border Collie miklu, mklu sætari. En núna hef ég ekkert annað að segja heldur en að Tangó sé algjör dúlla og að mig langi að kyssa hann og knúsa!
Kveðja Birki