Popo , the mighty one…
v/Dalsmynni.
Ég vil þakka fyrir frábæra grein í Fréttablaðinu sem birtist í dag. Þar voru gerð mjög góð skil og sagt frá öllu því sem þau hafa brotið af sér, við lestur greinarinnar gat maður ekki annað en, sagt með sér, ef ekki verður eitthvað gert í málunum eftir þessi skrif, þá veit ég ekki satt best að segja, hvað er hægt að gera, ég get ekki ímyndað mér hvað þau ætla að ljúga næst, þegar farið verður, og aðstæður skoðaðar, og eitt finndist mér að mætti sjást á prenti í blöðum, og það eru rangar ættbækur, og fá að sjá hverjir standa fyrir þessu félagi UCI, því öllum félögum sem gefa, alveg sama hvaðan þau eru, eru með greinagóðar umfjallanir um hvað það gerir og fyrir hverja það starfa, ég ætla að taka mína hunda af skrá svo mikið er víst, og það verður þá bara að lögsækja mig fyrir að greiða ekki gjöldin af þeim, ég greiði ekki krónu meira fyrir að hafa hund, þegar þau eru með 200 hunda og greiða ekki krónu, þetta ætla ég að fá að sjá, og svo fer lögfræðingur minn með mínar ættbækur til þeirra, því ég kannast ekki við þessa hunda sem eru í þeim, viðurlög við að gefa út rangar upplýsingar, ef þú hefur greitt fyrir vöru sem ekki er til, varðar sekt, eða fangelsisvist, einnig þarf viðkomandi seljandi að endurgreiða þér andvirði hvers hunds, hundagjöldin, auk þess reiknast dráttavextir. Ég vil eindregið að við höldum áfram að mótmæla þessu á þessum grundvelli, sem kemur fram í Fréttablaðinu, þó svo að við séum búin að mótmæla einu sinni (kröfuganga), núna megum við alls ekki leggja árar í bát, barátturnni verður að halda áfram til að bjarga dýrunum, og loka þessum stað í eitt skipti fyrir öll. kær kveðja vk.