Ég þekki hund sem heitir Bastian og hann býr hliðin á mér. Bastian er brúnn á litinn og er fjörugasti hundur í heimi, alltaf þegar maður hittir hann í göngutúr þá hleypur hann alltaf að manni og stekkur upp á mann.
Ég er ekki viss um hvaða tegund Bastian er en ég reyni að komast að því bráðum. Ég hef þekkt Bastian alveg frá því að ég var fjöggura ára eða eitthvað þannig. Það var út af því að eigandi Bastians var pössunarpían mín og þegar hún passaði mig kom Bastian alltaf með.
Þegar ég var yngri eins og 6-8 ára þá var ég mjög oft að spurja hvort ég mætti fara með hann í göngutúr en núna gera ég það eigin lega aldrei því að fara út að spurja hvort maðir megi fara út að labba með hunda er meira fyrir svona litla krakk og líka út af því að félagslífið hjá mér er orðið aðeins meira.
Það er leitt að ég eigi ekki mynd af Bastiani til að senda inn með þessari grein en ég skal reyna að bæta það upp einhvern tímann seinna. En núna hef ég bara eitt að segja að lokum og það er það að Bastian sé algjör dúlla
Kveðja Birki