Perla
Ég ákvað að fyrst ég er búin að skrifa greinar um nokkur af dýrunum mínum þá yrði ég að skrifa líka um þá merkilegustu af þeim, hana Perlu. Perla var tíkin mín, ég veit ekki allveg hvaða tegund hún var (eithvað íslensk, eitthvað colly) en hún var ljósbrún á litin lítil og nett með stór brún augu. Við fjölskyldan fengum hana þegar hún var þriggja ára gömul, bróðir pabba míns hafði tekið við henni af dýraspítala en þangað kom hún til að vera svæfð eftir að dýraverndunareftirlitið tók hana af eiganda sínum fyir illa meðferð. En dýralæknirinn tímdi ekki að svæfa hana og vissi að bróðir pabba míns hefði sennilega áhuga á henni. Hann tók við henni og áttu hann og hans fjölskylda hana í ár en þá fluttu þau til flórida og gátu ekki haft hana með svo þau buðu okkur að fá hana. Við sögðum strax já, höfðum passað hana í mánuð og dýrkuðum hana. Hún var svo glöð að sjá okkur þegar hún kom heim til okkar að hún meyg niður af spenningi hoppaði útum allt glöð og kát. Það þurfti aldrei að kenna henni neitt hún þurfti ekki að ganga úti í bandi og ef afi minn fór með hana út að labba þá fór hann með hana í göngutúr sem endaði heima hjá honum og svo sagði hann: Perla heim! og hún snéri við og hljóp heim (átti reyndar heima í sömu götu, en gott samt) og margt fleyra sem hún gerði, hún var ótrúleg. En í fyrra þá greindist hún með krabbamein. Hún var orðin svo veik og leið svo illa að við ákváðum að það væri best fyrir hana að fara að sofa. Ölll fjölskyldan sat hjá henni í stofunni heima og klappaði henni þegar að dýralæknirinn kom. Að vera hjá henni þegar hún dó er eitt það átakanlegasta sem ég hef gert, hún reyndi allan tíman að sleykja á okkur hendurnar. en ég hefði ekki getað látið hana fara eina. En núna er hún farin og eftir standa minningarnar um yndislegasta hund sem ég hef kynnst og það er varla hægt að lýsa henni í orðum.