En það sem mig langar að spyrja ykkur að kæru hundaeigendur sem eigið hund af þessum tegundum, finnst ykkur þið vera það hæfir hundaeigendur að þið ráðið við þessar tegundir?
Ég er nefninlega að sjá æ fleiri hunda af þessum tegundum sem eru einfaldlega geðveikir.
Eins og þessar tegundir eru nú viðkvæmar fyrir alls kyns áreiti í sambandi við uppeldi þá ættu að vera lög í sambandi við kaup á þessum hundum.
Segjum sem svo að manneskja ætlar að kaupa sér hund. Allt í lagi með það en segjum sem svo að þessi manneskja ákveði að kaupa sér…t.d Rottweiler hund(tegundin tekin sem DÆMI af ofantöldum)
Manneskjan hefur samband við t.d Dalsmynni og fær hvolp þaðan bara beint í hendurnar á meðan hún borgar nógu og mikið. Hún veit kannski ekki það mikið um uppeldi og aga á hundum þannig þessi tegund er ekki beint heppilegust fyrir manneskju sem er að fá sinn fyrsta hund. Hún fer með hann heim og nokkrum mánuðum seinna er þessi hundur orðinn algjört óargadýr bara útaf því að hann lenti í vitlausum höndum.
Þessum hundi yrði ekki treystandi og hvað ef hann tæki nú upp á því að fara að ráðast á aðra hunda eða sem verra er á börn.
t.d bara núna í sumar hafa 2 séffer hundar ráðist á hundinn minn sem er ekki það stór(blanda af ísl og labrador, er minni en ísl).
Í fyrra skiptið var það séffer tík og hann fékk smá sár á hálsinn en ekkert alvarlegt en hvað gerði eigandinn..hann HLÓ!!
útaf því að hundurinn minn stökk beint upp í fangið á mér þegar hann losnaði frá tíkinni!!!!!!!
Svo núna í seinna skiptið réðst fullorðinn karlhundur (séffer) á hann og ég sat inni í bíl og komst ekki út alveg STRAX.
Vitið hvað þessi eigandi gerði…hann bara yppti öxlum….brosti aðeins og keyrði í burtu.. gæti ekki verið meira sama!!!
það er svona fólk sem á ekki að eiga hunda sem gætu átt það á hættu að ráðast á aðra..!!! hvaða hálfviti fer með ógeldan séffer karlhund á Geirsnef og leyfir honum að hlaupa lausum innan um aðra ógelda hunda og tíkur! hann gæti eins farið með hundinn sinn á hundaslag!
Mér finnst persónulega að það ættu að vera lög um eignarrétt á hundum og að fólk þyrfti að fara árlega á námskeið hjá HRFÍ og taka próf eða eitthvað til að sýna fram á það að það sé hæft til að eiga hund sem getur orðið hættulegur.
En auðvitað geta allir hundar verið hættulegir en þessar stærri tegundir geta samt sem áður valdið meiri skaða á styttri tíma.
#16