Hæ hæ allir!

Ég hef aldrei sent inn grein í neinu áhugamáli þannig að þetta er mín fyrsta grein sem ég geri á huga og ég ætla mér þá framvegis að vera nokkuð dugleg að senda inn greinar!:)


Ég á eina tík sem er dáldið spes. Hún er aðeins 4 ára gömul og af 6 lóðaríum hefur hún 4 sinnum gotið hvolpum. Í fyrsta gotinu komu 5 hvolpar, 4 svæfðir og einn haldin en síðan var hann gefin. Í næsta goti eftir það fæddust aðeins 3 hvolpar. Við héldum að hún væri með svo marga inn í sér en í staðin fæddust þá 3 spikfeitir hvolpar. 2 svæfðir og við gáfum einn. Í næsta goti eftir það þá fæddust 5 hvolpar, eins og í fyrsta skiptinu. Það fór eins þar. En núna í sumar þá gaut þessi elska 4 hvolpum og allir rosalega sætir! Henni hafði þá verið haldið undir einhvern spes hund sem er undan gamla hundinum sem mamma og pabbi áttu einu sinni þegar ég var ekki einu sinni fædd! Þeim var öllum haldið og allt gekk vel fyrstu 2 vikurnar. Tíkin át geðveikt mikið en svo eftir því meira sem þeir stækkuðu og fitnuðu, því meira át hún. En svo þegar þeir voru orðnir það stórir að þeir gátu étið sjálfir, byrjuðu þeir að stela matnum af henni. Þannig að það varð að keupa þrefalt meira af dósamati, enda voru þeir vitlausir í dósamat. Þeir átu þrefalt meira en tíkin. En ok, einn fór til Hafnarfjarðar, tveir í sitthvora sveitina hjá vinarfólki og einn fór til RVK. Tíkin er 1/4 íslendingur og 3/4 skoskur fjárhundur, pabbinn er svipaður.

En ég er samt að pæla í einu. hvers konar uppeldi fá hundarinir? Verða þeir hýddir fyrir minnstu mistök eða verða þeir ofdekraðir? Eða góðir smalahundar..?´Mér finnst ég vera frekar skrítin að vera að pæla í þessu en er þetta normal? Að vera að pæla í því hvernig það fer hjá hundunum? Endilega segið mér ykkar skoðanir!

Kveðja libero