Ég þekkti einu hund sem hét Ástríkur, hann var brúnn og hvítur Cavalier King Charles Spaniel hundur. Hann bjó ská á móti mér og eigandi hans var ein af bestu vinkonum mömmu minnar. Ég var oft að leika mér með Ástríki og stundum þegar þau fóru úr bænum fékk fjölskyldan mín að passa hann Ástrík. Þá fór ég alltaf út að labba með hann svona 3-4 sinnum á dag. Alltaf það fyrsta sem ég gerði var að fara út með hann á morgnanna kl. svona 8 svo aftur kl. svona 12 eða 1 og svo stundum fór ég með hann út kl. 5 og svo aftur um kvöldið kl. svona 9. En síðasti skiptið sem við pössuðumm hann var hann frekar rólegur og ekkert hlaupandi út um alla íbúð nema þegar ég gaf honum nammi. Ég hélt fyrst að hann væri svona rólegur því hann væri orðinn svo gamall en ég þekki hund sem heitir Lubbi og hann er 12 ára en jafn æstur eins og hvolpur en þegar ég fór út að ganga með Ástrík vorum við aldrei hlaupandi við löbbuðum bara hægt. Svo þegar eigendurnir hans Ástríks komu aftur í bæinn þá skiluðum við honum. Svo viku eftir það þá frétti ég að Ástríkur hafði dáið. Þá hafði hann verið svona rólegur alltaf því að hann var eitthvað veikur og síðan þurfti að lóa honum, Ástríkur var minnir mig 9 ára þegar hann dó. Núna er gröf úti garði hjá eigendum hans með krossi allan pakkann.
Kveðja Birki