Ég er að fá hund!
Ég er að fara að fá hund, mamma mín var að tala við rætktandann í síma. Við vorum látin á svona lista sem fullt af fólki er á og þegar að komið að okkur fáum við hundinn. Hundurinn sem ég fæ er af tegundinni Cavalier King Charles Spaniel en þeir eru kallaðir oftast bara Cavalier. Ég fæ að öllum líktindum hvítann og brúnann hund. Það er ekki víst hvort ég fæ hund eða tík en mér finnst það eiginlega ekki skipta máli nema það að tíkurnar eru rólegri sagði ræktandinn og svo riðlst karlarnir alltaf á fótinum á manni ef maður hefur verið að umgangast einhverjar tíkur. Ég hef reynslu á því að annast Cavalier hunda vegna þess að ein af bestu vinkonum mömmu áttu Cavalier hund sem hét Ástríkur og þegar þau fóru t.d. úr bænum þá pössuðum við hann oft. Svo ég veit hvað má gefa honum að borða hvernig á að greiða honum eða hvað sem það kallast og allann pakkann. Núna er Ástríkur dáinn. En ég er búinn að vera suða og suða og suða og suða í mömmu og pabba undanfarna mánuði um Cavalier hund svo mamma og pabbi leyfðu það á endanum. Fyrst var það eina sem ég hugsaði um var að fá kastaníubrúna tík en núna finnst mér ekki skipta máli um litinn og kynið því allir Cavalier hundar eru jafn miklar dúllur. Það yrði dálítið erfitt fyrst þegar hundurinn er bara lítill hvolpur þá getur hann ekki verið einn heima lengi svo mamma mín sem er í Listar háskólanum gæti tekið hann með sér í skólann eða að pabbi gæti tekið hann með sér í vinnuna en pabbi vildi það ekki og sagði að hann myndi frekar koma heim í hádeginu, en svo gæti ég líka komið heim þegar að er hlé í skólanum mínum. Og svo er það annað og það er að þeir pissa út um allt þegar þeir eru litlir og maður verður að venja þá að pissa úti en ég hugsa að vinur minn sem á hund hjálpi mér með það. En svo hef ég bara eitt að segja að lokum: Ég elska Cavalier hunda!!!