Mjög fáir hafa þannig fjárhag að þeir þurfi ekkert að vinna og geta verið
allan daginn heima með hundinum sínum. Flestir þurfa að hagræða tíma
sínum þannig að hundurinn sé sem allra minnst einn. Ég persónulega á
schafer sem að ég þarf stundum að skilja eftir í nokkra klukkutíma eftir
heima meðan ég fer í skólann. Hann hefur að vísu smáhund sér til
félagsskaps, en er samt í raun og veru einn þar sem þeir eru ekkert allt of
góðir vinir. Ég reyni mitt besta að vera sem allra styst en get verið frá í allt
að 6 klukkutíma. Ég er að spá í hvort það sé of langur tími fyrir hund að
vera skilinn eftir einn? Fer samt að sjálfsögðu alltaf að minnsta kosti 1-2 út
í göngutúr með hann á dag. Þætti gaman að heyra hvað fólk hefði að
segja.
Kveðja zzzofandiii