Ég ætla hérna að beina nokkrum spurningum til stjórnarmanna í Íshundum, eigenda eða ræktenda innan þess félags, sem heimsækja þetta spjall reglulega. Ég hef spurt þessara spurninga á nokkrum stöðum, en aldrei fengið nein viðbrögð. Ég tel þessar spurningar eiga fullkominn rétt á sér og vera málefnalegar, ef ég fer einhversstaðar með rangt mál í þeim þá vænti ég þess að vera leiðrétt… málefnalega og með rökum.. ekki skítkasti eða “af því bara”
Þessar spurningar varða stjórnsýslu innan félagsins og siðareglur sem félagið setur sér.
1. Hver sér um ættbókarfærslur Íshunda?
2. Gerðu Íshundar engar athugasemdir varðandi ungan aldur Stóra Dana tíkur áður en got hennar, nú í sumar, var skráð í ættbækur?
3. Téð got var í ræktun varaformanns Íshunda, núna starfandi formanns, voru gerðar einhverjar ráðstafanir til að fjalla um málið án íhlutunar tengdra aðila, vegna þess að það eru augljósir hagsmunir varaformannsins að fá gotið skráð?
4. Hvenær ætla Íshundar að taka siðareglur sínar til endurskoðunar, m.a. vegna þess að lágmarksaldur tíka við fyrsta got er augljóslega of lágur, og á stórhundum allt, allt of lágur. Ef Íshundar vilja að mark sé tekið á þeim sem alvörufélagi þá getur það ekki haldið áfram að skrá got undan tíkum sem eru of ungar.
5. Hvenær ætla Íshundar að slíta hin augljósu hagsmunatengsl sem eigendur ræktananna í Dalsmynni (Dalsmynnis, Gleðigjafa og og Mánaskins) hafa við félagið?
Hægt er að svara mér í PS, eða bara hér á þessu spjalli, einnig væri hægt að senda mér póst í netfang mitt: sillah@mmedia.is Ég hins vegar mun ekki fara með svör við þessum spurningum sem trúnaðarmál.
Kveðja
Gromsari