Þannig að allir þeir sem geta mætt á laugardag kl.15 endilega koma! Við VERÐUM að ná minnsta 20-30 manns til að fréttamiðlar sýni þessu einhvern áhuga og miðað við hvað fer þarna fram og miðað við hversu okkur Íslendingur er annt um hundana okkar efast ég ekki um að það takist.
Dalsmynni er í Kjalarnesi, ca 500 metra frá innganginum að Hvalfjarðargöngunum og er þetta fínn laugardagsrúntur fyrir fjölskylduna. Við mælum EKKI með að þeir sem eiga hunda mæti með þá, ræktunarhundar á Dalsmynni eru ekki sprautaðir við Pavró og við viljum enga áhættu taka, fyrir utan hættuna af þjóðveginum.
Ekki klikka á að mæta, þetta er spurning um herslumun og núna er að duga eða drepast! Það væri frábært ef einhverjir gæti gert mótmælaskilti og mætt með þau sem stendur t.d á “Stoppum hvolpaframleiðslu”, “Bönnum Puppy Mill”, “Lokum Dalsmynni”, “Opnum augun, sjáum skelfinguna” eða eitthvað svipað, endilega notið hugmyndaflugið.
Ákveðið hefur verið að hittast á planinu hjá KFC á laugardag um kl.14.45, lagt af stað þaðan í samfloti kl.15.00. En þeir sem vilja geta farið beint að innkeyrslunni að Dalsmynni og beðið þar, en það eru tilmæli frá lögreglu að við teppum ekki umferð á þjóðveginum, þannig endilega spáið í hvar þið leggið bílunum og sameinist í bíla ef hægt er.
MUNIÐ AÐ TAKA NÆSTA LAUGARDAG KL.15.00 FRÁ!
Þeir sem hafa ekki ennþá myndað sér skoðun á því sem fer fram á Dalsmynni mæli ég með þessum síðum:
http://www.hundur.tk og http://framleidsla.tk
Og fyrir þá sem ekki vita hvað Puppy Mill er þá mæli ég eindregið með að fólk skoði þetta myndband með leikonunni Charlize Theron http://www.petatv.com/tvpopup/video.asp?video=charlize- theron-pupply-mill
Kv. EstHe
Kv. EstHer