Mín versta martröð
Það var árið 2001, vantaði 3 daga í aðfangadag og jólaundirbúningurinn var á fullu. Hún móðir mín var að vesenast með jóladót útí búlskúr (eða að ná í dót) þegar hundurinn minn, hann Tinni sem er af pomeranian, hljóp út.Ég sá hann hlaupa út óg fór á eftir honum. Hann var hinum megin við götuna og ég kallaði á hann, hann hlýddi og hljóp yfir. Ég tók ekki eftir bíl sem var á leiðinni upp brekkuna, Sem keyrði á hundinn minn!!. Ég varð vitni að minni verstu martröð. Ég sá hundinn minn liggjandi á götunni alveg máttlausann og hreyfði sig ekkert. Ég öskraði NNNEEEIIII, hljóp að honum og hágrét. Hundurinn sem ég elskaði mest af öllu í heiminumm var dáinn. Ég tók hann upp í tárum og þá sá ég konuna sem keyrði á hann stoppa og sagði við mig:“Gvöð ég hélt að þetta væei bolti”. þá trylltist ég. Ég blótaði að henni og munaði minnstu að ég hefði ráðist á hana en ég huksaði með sjálfum mér að ég þyrfti að koma Tinna heim. Ég hélt á honum og mamma tók á móti mér alveg skelkuð. Ég vór með hann að sófanum og grét mig máttlausann. Síðan sá ég hreyfingu, hann var slefandi, hann reyndi að standa upp en gat það ekki.Ég gat varla sofnað þessa nótt, huksandi um að hundurinn minn væri farinn frá mér. Næsta dag þegar ég kom að bælinu hans þá leit hann upp til mín, allur útslefaður og haltraði til mín!!.Ég trúði þessu ekki.Hundurinn minn lifði þetta af!!.síðan þá hef ég elskað hann enþá meira en ég gerði.