Ég sá það eftir lestur greinarinnar að þessi siður fólks er hugsanlega ómur af barnæsku viðkomandi. Þegar barnið lék sér með dúkkuna sína, barbie eða action man og klæddi í alls kyns föt, bjó til sinn eigin heim og lék sér með ken og barbí.
Getur það verið að þetta fólk hafi aldrei vaxið upp úr því að klæða dúkkurnar sínar og haldi því áfram með hunda sína? Einungis í örfáum tilfellum eru hundar svo stutthærðir (eða hárlausir) að milt íslenskt veður gerir þeim illt. Í þeim tilfellum geta hundaeigendur notað þá afsökun fyrir fötum hundsræfilsins að það sé of kalt úti fyrir hann. Að öðru leiti er þessi hundafatnaður lítið annað en skraut, dúkkuföt á dúkkuhunda. (Einn hundaeigandi sem rætt var við í greininni klæðir hundinn sinn í Baby Born föt)
Dæmi hver fyrir sig.
—–