Þessi grein er ekki samin af mér, en ég ákvað að þýða hana og skella henni inn í von um að hún gæti hjálpað einhverjum þarna sem eiga í vandræðum með hundinn sinn.
Er hundurinn að snúast gegn mér ?
Hundar eru upprunalega komnir frá úlfum, og djúpt í þeim blundar eðlishvötin sem þeir hafa erft frá forfeðrum sínum. Til að geta búið með hundinum þínum og haft tjáskipti við hann verður þú að skilja afhverju þú þarft að vera Alfa hundur í hópnum.
Hundurinn treystir á þig til að komast af í veröldinni. Hann hefur lært það að hann verði að vinna með þér í gegnum þúsund ára þróun og viðveru í samfélagi manna.
Fyrst voru úlfar tamdir af manninum. Fyrir 12 þúsund árum sáu menn að það að eiga hund sem “gæludýr” væri mikils metið, þar sem að þeir veiddu með þeim, og pössuðu þá fyrir öðrum dýrum á meðan þeir sváfu.
Af öllum dýrum sem mennirnir hafa tamið eru hundarnir þeir einu sem sjálfviljugir hafa gefið sig á vald mannsins án þess að mótmæla, en þó má ekki gleyma að það er í eðli þeirra að athuga hvar þeir standa í fjölskyldunni, sem er hópurinn þeirra.
Úlfar búa við reglur og eru “þjóðfélagsskiptir”, allur hópurinn vinnur saman undir stjórn eins leiðtoga. Línurnar sem eru lagðar fyrir eru hreinar og beinar, leiðtogi hópsins (Alfa úlfurinn) borðar fyrst, svo mega hinir í hópnum borða.
Ef að hundurinn þinn urrar á þig þegar hann er að borða eða naga eitthvað sem honum finnst gott, þá er hann að segja við þig “Ég er leiðtoginn hérna og ræð, þú verður að bíða”.
Þú átt ALDREI að líða það að hundurinn þinn urri á þig, það er hótun og þýðir að hundurinn lítur á þig sem undir sig hafinn, og að hann sé leiðtoginn og þú eigir að vera undir hann kominn og hlýða honum.
Segðu þvert NEI!
Láttu hann skilja að það sé ekki liðið að hann urri nokkurn tímann á þig eða börnin þín.
Hann á og þarf að skilja að börnin eru afkvæmi Alfa hundsins (þín) og að það eigi að koma fram við þau eins og afkvæmi Alfa “hvolpa” í náttúrunni.
Hérna eru nokkrar reglur sem gott er að hafa alltaf í huga, og endilega að börnin noti þær líka á hundana.
1. Leiðtoginn sér um að skaffa matinn, ss að gefa honum að borða, ef hundurinn er mikið að urra á einhverja eina manneskju í fjölskyldunni, þá á sú manneskja að gefa honum matinn. Ef að hundurinn sest ekki eða urrar á manneskjuna á meðan það er verið að gefa honum matinn, þá er maturinn tekinn, sagt NEI við hann og reynt aftur eftir smátíma. Hann á líka að bíða þangað til honum er sagt að gera svo vel.
2. Manneskjur borða ALLTAF á undan hundinum. Ef það er nauðsynlegt að gefa hundinum frá borðinu (sem á ekki að vera) tyggðu þá bitann fyrst og settu hann svo í dallinn hans.
3. Ekki gefa hundinum frá borðinu, hvorki fyrir né eftir matartímann.
4. Hafa reglu á matartímum hundsins (ekki hafa alltaf mat í dallinum eða sjálfvirkann skammtara, það stuðlar að því að hundurinn VELUR matmálstímann sinn)
5. Þegar þú ferð af heimilinu eða út úr herberginu þó það sé ekki nema í smátíma, þá skaltu ekki taka eftir hundinum í nokkrar mínútur.
6. Gefa hundinum skipun, td að setjast fyrir hverja “gæða stund” með honum (leika, klappa, matartíma eða labbitúr). Börn á heimili eiga að gefa hundinum skipun amk einu sinni á dag (ef þau hafa aldur til) td að láta hann setjast, og verðlauna hann með nammi ef að hann hlýðir þeim, annars fær hann ekkert.
7. Börnin ættu ekki að liggja á gólfinu þegar þau td eru að horfa á sjónvarpið ef hundurinn er í herberginu, einnig eiga þau ekki að veltast með honum um gólfin í leik. Mannverurnar eiga alltaf að vera hærri, aldrei leyfa hundinum að standa yfir þér eða börnunum þínum, ekki einu sinni í sömu hæð.
8. Þegar það koma gestir, þá tekur þú og þín fjölskylda á móti þeim, hundurinn skal fá að heilsa upp á gestinn síðastur.
9. Ef hundurinn liggur fyrir þér á gólfinu, þá Á hann að standa upp og færa sig þegar þú kemur, jafnvel þó að þú getir labbað yfir hann. Í náttúrunni færa hundarnir sig alltaf fyrir leiðtoganum.
10. Ef að hundurinn álítur sig æðri ykkur, þá á að passa að börn á heimilinu faðmi hann ekki á meðan hann er að ná því að hann sé lægra settur, hann gæti álitið faðmlag sem ögrun og valdabaráttu.
11. Ef þú nærð augnsambandi við hundinn þinn, þá á hann að líta undan fyrst, ef manneskjan lítur undan fyrst, þá sannfærist hundurinn ennþá meira um það að hann ráði. Brýnið það fyrir börnunum að horfa ekki í augun á hundinum, því ef þeir “vinna” þessa störukeppni, þá halda þeir sig æðri en þau.
12. Hundarnir eiga ekki að sofa uppí, því “þægilega plássið” er vitanlega frátekið fyrir mannfólkið.
13. Hundurinn má aldrei ALDREI komast upp með það að bíta eða narta í hendurnar á fólki, sama þó að það sé í leik.
14. Öll athygli sem hundurinn fær á að vera þegar mannfólkið ákveður að veita honum athygli, ekki þegar hann ákveður það. (td með því að leggja loppurnar á hendurnar á þér, þá á ALLS ekki að klappa honum) ef hann fær athygli þegar hann vill, þá sannfærist hann um að hann sé hærra settur.
15. “Sækja” leikurinn er eitthvað sem á að fara í þegar manneskjan ákveður, ekki hundurinn.
16. Ekki leyfa hundinum að vera uppi í sófa, þægilegur staðirnir eru alltaf teknir frá fyrir leiðtogana (mannfólkið), hundar eiga að liggja á gólfinu. (eða bælinu sínu)
17. Hundurinn á að kunna og hlýða “Takk”, allt sem hundurinn á má mannfólkið taka að vild þegar þeim hentar. Sama gildir um að taka af honum td kjúklingabein úr munninum á honum.
18. Ekki togast á við hundinn, það er valdabaráttu leikur, ef hann vinnur, þá heldur hann að hann ráði.
19. Hundar eiga ekki að komast upp með að toga í ólina í gönguferðum, því þá eru þeir að “leiða veiðihópinn”
(fjölskyldina/manneskjuna í göngutúrnum), aðeins leiðtoginn fær að stjórna “veiðitúrnum” (gönguferðinni).
20. Ekki leyfa þeim að stoppa og þefa þegar þeim hentar, það á að vera nóg fyrir hund að stoppa einu sinni til að merkja.
21. Litlir hundar eða hvolpar sem láta ófriðlega og heimta að láta taka sig upp skal ekki taka eftir fyrr en þeir eru stilltir, þá má taka þá upp, einnig að láta ekki hund niður fyrr en hann situr rólegur í kjöltu þinni.
22. Hunda skal ALDREI skilja eftir eftirlitslausa með börnum eða einhverjum sem ræður ekki yfir hundinum.
Allar þessa reglur hljóma ef til vill mjög ruddalegar og harkalegar, en eru það í raun ekki, það mest vinna við þetta fyrst, svo fer hundurinn að átta sig á sinni stöðu innan fjölskyldunnar.
Hann getur þó reynt að komast ofan í goggunarröðina af og til, hafa augun opin fyrir því.
Þessa reglur gilda um alla hunda, litla sem stóra, og geta gagnast öllum.
Verið svo bara dugleg að hrósa þeim þegar þeir gera rétt, ekki bara skamma þá ef þeir gera eitthvað sem er bannað eða óæskilegt.
Þessi grein er tekin og þýdd af www.dogbreedinfo.com með smávægilegum breytingum hér og þar.
———————————————–