Ég ákvað að samþykkja þessa grein þó að hún væri í styttra lagi, vegna þess að mér finnst þetta góð spurning.
Því miður þá þekki ég Dobermanninn ekki ´nógu vel til að geta svarað þessari spurningu hjá þér.
Ég hef þó heyrt að það eigi að leyfa hundinum að taka mikinn þátt í því að “hugsa” um barnið, leyfa honum að skoða vel og þefa, alls ekki að láta barnið verða eitthvað sem má ekki koma nálægt (gætu orðið abbó).
Hugsa að þetta sé voða svipað og bara fyrir börn að fá systkini.
Einnig að sama hvað þið treystið hundinum vel, að skilja hann ekki eftir einan hjá barninu, bara í ljósi nýrra atburða í USA, ég sjálf passa það mjög vel, þó að ég viti að hundurinn minn sé mjög ljúfur og indæll, þá veit maður aldrei.
Það væri kannski ekki vitlaust að fletta upp á netinu einhverju um þetta, eða jafnvel að hringja í hundaþjálfara og sjá hvað hann segir um þetta.
En innilega til hamingju með barnið sem er á leiðinni, hvenær er vona á erfingjanum ? =)
PS: Mér finnst æðislegt að þú sért að undirbúa þig og hundinn undir þetta, sýnir mikla ábyrgð hjá þér.