Tonnatak á opið sár
Ég á þrjá karlhunda sem ég þurfti að láta gelda vegna slagsmála. Ég fór á Dýralæknastofu Helgu í Skipasundinu en annars hef ég verið tryggur viðskiptavinur Dýralæknastofunnar í Garðabæ. Fyrst fór ég með einn hundinn sem var stærðstur og allt gekk vel en mér brá þegar ég kom að sækja hann þegar Helga sagði mér að hún hefði sett tonnatak á sauminn, “Til þess að saumarnir haldi betur og þá þarf hann ekki skerm”. Ég spurði hvernig tonnatak það væri og hún sagði að þetta væri venjulegt Superglue sem er líka þekkt sem tonnatak. Hún sagðist hafa lært þetta í Danmörku og væri sérfræðingur í sjúkdómum hunda og katta. Jæja ég treysti orðum hennar og fór með næsta hundinn minn til hennar daginn eftir. Eftir aðgerðina þá sagðist hún líka hafa sett tonnatak á sauminn. Seinna það kvöld fór að blæða úr skurðinum (blóð útum allt gólf) og ég hringdi til hennar líklega um tíuleitið til að athuga hvort að maður ætti að koma með greyið svo að hún gæti litið á hann. Hún sagði mér að setja á hann kartöflumjöl eða barnapúður til að þurrka þetta upp og þá myndi þetta líka draga úr kláðanum, en ég var búin að setja hann í buxur svo að hann gæti ekki verið að sleikja sárið. Þegar ég fór með þriðja hundinn í geldingu deginum eftir þetta þá bað ég hana um að kíkja á hinn hundinn sem hafði blætt úr. Hún leit á sárið, og allir saumarnir voru farnir. Ég spurði hvort að þetta væri eðlilegt og hún sagði að þótt sárið væri opið myndi það bara vera lengur að gróa. Ég fékk 2 skerma hjá Helgu og setti þá á hundinn sem blætt hafi úr og hinn sem fór síðastur. Mér fannst skurðurinn ekki líta vel út og um leið og ég fór og sótti síðasta hundinn úr geldingu hjá Helgu þá hringdi ég beint í Garðabæinn og spurði út í þetta. Ég brunaði uppeftir og Hanna dýralæknir sá um að sauma greyið mitt aftur saman. Ég spurði um hvort að væri algengt að dýralæknar notuðu tonnatak á skurðina en enginn hafði heyrt um þá aðferð. Nú eru hundarnir mínir búnir að jafna sig, sem betur fer. Ég neitaði að greiða Helgu fyrir eina geldinguna af þessum þremur, því að ég greiddi fyrir að láta sauma hann aftur, nú er Helga hringjandi í mig í tíma og ótíma með hótanir í minn garð og segir að nú sé ég sko komin á svartan lista hjá öllum dýralæknum á landinu og er að hóta mér því að ég verði gerð gjaldþrota ef ég greiði henni ekki þessar 10.000 krónur, en ég hef boðist til að greiða henni 3000 krónur vegna þess að ég borgaði 7000 krónur fyrir að láta sauma hundinn minn í Garðabæ. Hún er hótandi að tala við vinnuveitanda minn og er að segja að ég sé bara lygari því að hún segist hafa boðist til að sauma hundinn aftur (sem hún gerði ekki). Mig langar að biðja ykkur sem hafa farið með dýrin sín til Helgu og lent í einhverju svipuðu að skrifa ykkar sögu hérna líka. Allavega er ég ekki sátt við að fá upphringingar frá dýralækni sem hefur verið að njósna um mig og mína ættingja og hótandi mér og minni fjölskyldu.