Hér er frétt af mbl.is sem að mér finnst sorgleg og undarleg.
Tveggja vikna gamall drengur lést í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum eftir að heimilishundurinn beit það. Móðir barnsins skildi barnið eftir í rólu á annarri hæð fjölskyldunnar og fór niður á fyrstu hæðina til að tala við nágranna sinn í stutta stund. Þegar hún kom aftur upp var drengurinn blóðugur. Hann var fluttur á sjúkrahús og úrskurðaður látinn.
Hundurinn hljóp út úr húsinu eftir árásina og þegar lögreglan kom á staðinn var hundurinn mjög æstur á götunni. Lögreglumenn skutu á hundinn og drápu hann. Að minnsta kosti ein kúla lenti í nálægum bíl þar sem tveir menn sátu. Annar þeirra fékk í sig glerbrot.
Hvað ætli það hafi verið sem hundurinn varð svona æstur af? Er þetta í eðli hunda að ráðast bara ástæðulaust á lítið barn? Nema náttúrulega að barnið hafi verið að bögga hundinn eitthvað!
Ykkar getgátur?
Kv, Yaina