Popo , the mighty one…
!!! Ísland í dag !!!
Í gær var hent inn um póstlúguna mína bréf frá Íshundum þar sem mér er tilkynnt, ekki í fyrsta skipti að það verði sýning 13 0g 14 sept. í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Fyrir rúmum 2 árum keypti sonur minn sér Chihuahua mjög fallegur og greiddi hann að fullu við afhendingu, þá var honum sagt að ættbókin kæmi í vikunni, þegar hún kom, var hundurinn sagður vera svartur og brúnn, en hann er svartur og hvítur, við létum vita, ekkert mál, sagði Ásta, þú færð nýja eftir nokkra daga, nú eru liðin rúm 2 ár og það er búið að reyna allt til þess að fá þessa bók, okkur var vísað á stúlku í Grafavogi sem sæi um þessi mál, og hún sagði orðrétt, að þetta væri allt í einum graut og hún vissi ekkert hvað hún ætti að gera, allur sá tími, símtöl, bílferðir upp að Dalsmynni, báru engan árangur, vegna þess að enginn vissi undan hverjum hann væri, en þau skildu laga þetta. Nú fæ ég bréf þar sem ég á að fylla út, nafn hunds, tegund, Ættbókarnúmer og hvenær hann fæddist, og svo hverjir væru foreldrar hans!!!!!!. Ég fékk ekki eitt bréf, heldur 3 sem ég á að fylla út, svo haldið sé áfram, þá vissi Afi strákssins ekki neitt af þessum málum, og ákveður að gefa honum annan hund af sömu tegund, hann staðgreiðir, og ættbókin átti að koma í vikunni, núna er það sama upp á teningnum, hann fær ekki ættbók, hann er búinn að tala við þau, og það er verið að vinna í málunum segja þau, í reglum Íshunda segir að allir geta verið félagar í Íshundum ef þeir virða lög og reglur, svo er bent á að UCI sem er félag fyrir hunda starfi með Íshundum, en skýrt er tekið fram að þeir séu ekki með heimasíðu né netfang, ég er að velta fyrir mér hvar þessi þriðji hundur sem ég á að hafa fengið hjá þeim sé, svo ber mér að greiða 3.500.- fyrir hvern hund og leggja það inn á bankareikning í Mosfellsbæ. Ég er alveg dofinn eftir þetta, hvernig í ósköpunum á ég að snúa mér, hér á heimilinu eru allir í hálfgerðu sjokki, hvernig manneskja er það sem getur gert svona hluti, auðvitað á fólk að kynna sér þá ræktendur sem það kaupir hunda af, en það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því, Ég spyr, hvað næst, hún vissi alveg að þetta var ungur drengur sem fékk þessa hunda, sem við elskum öll og björguðum þeim frá þessum stað. Maður er klökkur, en eitt er víst, að lögfræðingurinn okkar sem reyndar er byrjaður að vinna í þessu máli, hann hefur reyndar ekki séð þessa pappíra, hann á eftir að gera þeim lífið leitt. Vildi bara láta ykkur vita hvað fólk getur verið ómerkilegt, það brosir þegar það sér peninga, en stingur svo rýting í bakið á manni þegar allt er frágengið. kv. K.P.