Ég rambaði á þetta á síðu hollustuverndar ríkisins og finnst að allir hundaeigendur ættu að vita þetta!

1.Sveitarstjórnir hafa heimildir til að setja samþykktir, sem umhverfisráðuneytið staðfestir, um hundahald sbr. 25. grein 1. lið laga nr 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum, sbr. einnig grein 54.2 í Heilbrigðisreglu- gerð nr. 149/ 1990 með síðari breytingum.

2.Hyggist sveitarstjórn setja samþykkt takmörkun eða bann við hundahaldi ber að hafa um það samráð við heilbrigðisnefnd.

3.Leyfi til að halda hund má aðeins veita lögráða einstaklingi og er ekki framseljanlegt.

4.Hundar skulu skráðir. Þeir skulu bera hálsól og merki þar sem fram kemur nafn hunds, nafn eiganda, heimilisfang og símanúmer.

5.Þegar veitt er leyfi fyrir hund í fjöleignahúsum, ekki þó parhús og raðhús sbr. lög um fjöleignahús sé ekki um sameiginlegt rými að ræða, skal skriflegt samþykki allra íbúðaeigenda í sama stigagangi fylgja umsókn, einnig sé um að ræða annað sameiginlegt rými. Samþykki allra eigenda þarf þó að sérinngangur sé í íbúðirnar.

6.Við skráningu skal hundaeigandi undirrita yfirlýsingu þess efnis að hann hlíti í einu og öllu fyrirmælum í hundasaþykkt viðkomandi sveitarfélags.

7.Hunda skal ormahreinsa árlega og skal hundaeigandi getað framvísað vottorði um hreinsun sé þess óskað af eftirlitsaðila.

8.Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Hundeiganda eða þeim sem aðila sem gætir hundsins ber að fjarlægja saur eftir dýrið á tryggilegan og þrifalegan hátt.

9.Hundum má ekki hleypa inn fyrirtæki og stofnanir sbr. 4. - 5. og 8. kafla og 11 - 17 kafla heilbrigðisreglugerðar, ekki þar sem matvæli eru meðhöndluð, sbr. reglugerð um matvæli nr. 522/1994 né inn í húsnæði vatnsveitna sbr. reglugerð um neysluvatn nr. 319/1995.

10.Eigandi hunds skal gæta þess að hundur hans valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Hundar skulu vera ábyrgðartryggðir enda ber eiganda að greiða kostnað sem af hundi hlýst s.s. spjöllum eða skaða.

11.Hunda sem ganga lausir utanhúss, leyfislausa hunda, flækingshunda og hunda sem eru hættulegir getur sveitarstjórn látið handsama og sett í vörslu og lógað eða ráðstafað annað að ákveðnum tíma liðnum að undangenginni viðvörun. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila (dýralæknis eða hundaþjálfara viðurkennda af HEK) áður en ákvörðun um aflífun er tekin.

12.Ef leyfishafi brýtur gegn ákvæðum samþykktar um hundahald getur sveitarstjórn afturkallað leyfið. Um brot skal fara að hætti opinberra mála.

13.Sveitarstjórn getur sett sérstakar reglur um björgunarhunda, lögregluhunda og hunda blindra og fatlaðra til lækkunar á gjöldum og varðandi aðgengi. Sveitarstjórn getur einnig sett reglur varðandi þarfahunda á lögbýlum.

Einhvern vegin stórefast ég um að ALLIR hundaeigendur fari eftir öllum þessum reglum!!
#16