Nefninlega núna áðan var schafer tík sem réðst á hundinn minn og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem er ráðist á hann…!
Þetta vildi þannig til að ég var með hundinn minn úti í göngutúr og var með hann í taumi en þegar ég kem út á svona smá grassvæði rétt hjá húsinu mínu er maður með schafer tíkina sína og hann er með hana lausa..var að bursta henni sýndist mér.
Ég hef oft séð þessa tík áður og veit að það eru nokkrir smáhundar á heimilinu hjá henni.
Svo sér hún hundinn minn og ætlar að hlaupta til hans. Þá stoppar eigandinn hana og ég spyr hvort hún sé ekki alveg meinlaus. Hann jánkar því og leyfir henni að koma og þefa af hundinum mínum en þegar hún kom hrökk hann soldið við því þetta er ekki beint lítil tík og þá ræðst hún á hann. Ég var með hann í taumi og næ að toga hann frá henni og tek hann svo upp þannig hún nær ekki í hann.
Þegar ég kom svo inn með hann skríður hann undir borð og liggur þar í tæpa tvo tíma. Þá fór ég aftur með hann út og hitti þá lítinn 12 vikna hvolp sem byrjar eitthvað að reyna að fá hann til að leika við sig en mínum bregður svo að hann alveg kippist við og stekkur í fangið á mér..!
En svo eftir smá stund var allt orðið í lagi og þeir að leika sér saman en þá kemur silky terrier hundur en hann er í taumi og byrjar að urra á hundinn minn. Hann varð svo hræddur að ég varð að halda á honum alla leið heim!
Hundurinn minn er blanda af íslenskum fjárhundi og labrador og er ekki neitt rosalega lítill(kringum 20 kg) og honum bregður við að sjá litla hunda..meira að segja ketti!
Núna þorir hann varla út að pissa nema ég sé með honum!! Þetta finnst mér mjög leiðinlegt að fólk geti ekki passað upp á hundana sína, sérstaklega þar sem ég SPURÐI hvort schafer tíkin gerði eitthvað og kallinn bara “neinei..hún er voða góð”
Það samt gæti verið að þetta sé útaf því hann er ógeldur…!
#16