Ég er alveg miður mín Ég fór til mömmu og pabba í gær rétt fyrir utan Laugarvatn, þau eru þar í ferðalagi með Emil eins og þau gera hverja helgi á sumrin. Emil er rosalega geðvondur við öll dýr og sérstaklega ef hann sér Max sinn erki óvin. Ef það labbaði einhver hundur framhjá fellihýsinu hjá mömmu og pabba þá klikkaðist Emil, hann ætlaði að vaða í alla hunda og tíkur sem létu sér detta það í hug að labba framhjá með eigandanum sínum. Hann Emil róast þegar hann sér hundana ekki lengur og leggst niður og fer að sofa.

En eitt rosalegt gerðist í gær og ég er ennþá í sjokki, Pabbi var að labba með hann í taumi og þá sér hann lítinn Cavalier og bilast, Cavalierinn er bundinn hjá sínum eiganda, einhvernveginn tókst Emil að slíta sig lausann og óð í litla hundinn, ef eigandinn hefði ekki náð sínum hundi af Emil þá hefði hann drepið Cavalierinn :(
Litli hundurinn slapp ómeiddur sem betur fer en eigandinn tók ekki við afsökunarbeiðni frá mér og pabba og hengdi næstum því Emil í ólinni sinni og sagði “ég drep þennan hund” alveg sama hvað við reyndum, hann hlustaði ekki.

En þá er það, það sem brennur á mér Er Emils tími kominn að fara upp í hunda himnaríki? Er hægt að hafa svona hund? :(

Þetta er svo skrítið, hann er svo ljúfur og góður innan um mannfólk, dætur mínar mega hanga í honum og liggja ofan á honum án þess að hann kippi sér upp við það En allt sem er á fjórum fótum það líkar honum illa við :(
Hvað á maður að gera? Ég vill ekki að hann drepi aðra hunda. :(
Kveðja