Jæja þá erum við loksins búin að eignast hund (tík) hún er bara 9 vikna og er búin að vera hjá okkur í viku. En hún er alveg yndisleg. Það er gaman af því hve fljótur mar er að gleyma, það að eiga hund sem er 13 ára er allt annað en að vera með hvolp, ekki það að vinna í kringum hana er æðisleg, en nú er ég samt með spurningu.
Snotra litla fær nefnilega krampa á nætturnar og þar sem það er svo langt síðan við vorum með hvolp getum við ekki sagt til um hvort þetta sé eðlilegt eða ekki. Þetta virkar allt eðlilegt í fyrstu, bara eins og hana sé að dreyma, smá gelt og ýlfur og fætur hreyfast. En svo kemur inn á milli, eins og það fari allt einu karmp skjálfti um allan líkamann hennar þegar það gerist er hún alltaf með augun hálf opin og eftir á vill hún láta taka sig upp, getur ekki komið sjálf og vill fá að kúra í fanginu manns.
Ef einhver gæti komið með ábendingu um þetta væri það vel þegið