Hæ hæ mig langar að fjalla um mjög nýja tegund hérna á Íslandi, sem heitir Siberian Husky.
Siberian Husky hefur það orð á sér fyrir að vera góðlyndur og blíður hundur. Vegna ljúfrar skapgerðar hefur Síberíu-sleðahundurinn því, þó ótrúlegt sé, breiðst út í menningarsamfélögunum á hlýrri breiddargráðum og furðu vinsæll sem félagi og fjölskyldur hundur. Hann nýtur mannlegs samfélags og er trúr og áreiðanlegur, en það er skilyrði að maðurinn sinni honum. Ef hann fær ekki nógan félagsskap, er skilinn eftir einn, geta hlutirnir snúist við og hann orðið skvaðvaldur.
Siberian Husky er fyrst og fremst sleðahundur, en reynist líka vel smalahundur. Hinsvegar er hann og mannelskur til að koma að gagni til varðgæslu.
Upprunni og saga síberísku sleðahundana.
Síberíuhundurinn hefur frá aldaöpli verið sleðahundur hinna mongólsku Tsjúkúta á austasta skaga Síberíu. Þannig var hann helsta samgöngufæri þeirra og mjög sterkur dráttarhundur, en hann gegndi einnig hlutverki sem veiðihundur og félagi.
Um aldamót 1900 fékk hann viðurkenningu sem hundaræktarkyn og breiddist víða út en í litlum mæli meðal áhugamanna um könnun heimskautasvæðanna.
Í seinni heimstyrjöldinni tók bandaríski flugherinn hann upp sem björgunarhund og lét þá rækta hann í töluverðum mæli. Síðan nýtur hann aukinna vinsælda með iðkun sleðaíþróttar. Hann er talinn besti sleðahundurinn og má sjá hann víða í mið-stöðvum vetraríþrótta, t.d. er mikið af honum í Ameríku.
Heimildirnar fékk ég í Stóru hundabókinni, en mig langar að bæta við af eigin reynslu með þessa hunda að þeir eru mjög sjálfstæðir og þegar þeir fara úr hárum, þá myndast annar hundur úr þeim :), sem sagt að maður þarf að vera duglegur að kempa þá.
Ef einhverjir eru að spá í þessa hunda skal hafa í huga að þeir ÞURFA mikla hreyfingu.
En svo hafa þeir góða kosti líka þeir eru aðlögunarhæfir, vinalegir, barngóðir, skynsamir, traustir og áreiðanlegir.
Myndin er af mínum hundi, hann heitir Jökull og er 6 mánaða, en á myndinn er hann 3.