Ég á einn hvolp sem er 5 mánaða. Hún er ekki húshrein en slysunum fer fækkandi. Hefur sundum ekkert pissað inni í tæpa viku. Hún hefur aldrei pissað upp í sófa en það skrýtnasta er að undanfarna viku hefur hún pissað tvisvar sinnum upp í rúmi. Ef hún pissar inni velur hún sér oftast einhvern mjúkan stað eins og teppi eða kodda sem hefur dottið á gólfið. Er það ekki skrýtið? Ég hélt að hundar lærðu það af mömmu sinni að pissa ekki í bælið sitt. Hún hefur allavega aldrei pissað í búrið sitt.
Getur einhver gefið mér ráð til þess að láta hana hætta þessu?
Hvað var hundarnir ykkar gamlir þegar þeir urðu húsvanir?