Hann Bassi minn fótbrotnaði í dag
Ég var með hann í heimsókn hjá frænda mínum og hann á stóran labba, en ég á bara 4 mánaða labba blending. Þeir voru að leika sér eitthvað saman en stóri kom hratt að honum Bassa og steig á löppina á honum (óvart) og hann brotnaði. Það var hræðilegt því greiið litla vældi og emjaði heillengi og ég er uppá Akranesi og enginn dýralæknir hér, þannig að ég hringdi í Borganes sem er næsti dýralæknir en enginn svaraði og ekki heldur í gsm símanum hjá dýralækninum. Ég brunaði þá bara í bæinn og fór með hann á dýraspítalann í Víðidalnum sem er æðislegur staður. Konurnar þar hugsuðu vel um hann og settu greiið í þrýsti umbúðir. Það er nú næstum því hægt að segja að þetta hafi verið lán í óláni því Bassi er það lítill að beinin eiga að gróa vel saman og hann brotnaði bara á öðru beininu í fram fætinum og það var betra en að bæði hefðu brotnaði því hitt beinið er stoð við brotið.
Hann þarf að vera mánuð í umbúðum en dýralæknirinn telur og ég vona að hann náí fullkomnum bata
En hann er ógeðslega lítill núna, en hann er fljótur að læra hvernig á að labba með þessar stóru umbúðir. Hann reynir eins og hann getur að leika sér og elta heimilisköttin eins og hann er vanur
Ef einhver veit um eitthvað sem er gott að gera fyrir fótbrotna hunda, endilega deilið því með mér
Kveðja Sigga og Bassi
Kveðja Sigga