Jæja það hefur fjölgað hjá mér um hund. Stað er þá komin upp í 6 dýr (2 hestar 2 kettir og 2 hundar).
Ég var lengi búin að tala um það við manninn minn að við ættum að fá okkur annann hund. Bjarga einhverjum sem þyrfti nýtt heimili. Ég var búin að úthugsa þetta allt og sá vel fram á að þetta gæti gengið. Að morgni 17 júní áður en við brunuðum til Rvíkur í hátíðarhöldin samþykkti kallinn loksins að fá annan hund. Hann setti skýrar reglur um hvernig hund og að hundurinn yrði HANS. Kátínan var mikil þann morgunninn. Til reykjavíkur var brunað til að taka þátt í hátíðarhöldum þar ásamt fjölskyldu og Tarzan. Ég komst svo í tölvu um kvöldið og fór að leita að hundi sem þyrfti nýtt heimili. Og ég fann hann. “20 mánað shéffer þarf nýtt heimili, karfa og búr fylgit”. Ég ákvað að hringja til að athuga hvort hann væri farinn. Hann var ekki farinn og fólkið sagði mér að koma og kýkja á hann. Ég ræddi þetta við kallinn og sagði að það skaðaði ekki að kýkja. Við fórum og kýktum á hann og við féllum stax fyrir honum. Hjónin sögðu að við mættum bara taka hann ef við vildum. Þeim leyst voða vel á okkur svo við ákáðum að taka hann. Við vorum ekki að taka hann til að prófa eða sjá til hvernig þetta myndi ganga. Við vorum að taka hann til að eignast anna félaga í 10-15 ár í viðbót. Annað lítið loð“barn”.
Nú er liðin mánuður síðan og allt hefur gengið eins og í sögu. Tarzan og Neró eru bestu vinir og ég gæti ekki hugsað mér betri hunda en þessa tvo. Við getum setið í marga tíma og horft á þá leika sér og kúra sama.
Ég neita því ekki að þetta er vinna. Að eiga 6 dýr og hugsa um þau öll, en ástin sem maður fær til baka er ómetanleg.