Mikið er nú gaman að sjá svona mikið af björtu og gáfuðu fólki saman komið á einum stað. Það hreinlega rignir hér inn gáfumolunum og gullkornunum. Ég held að það sé bara efni í heila bók.
Ég held, kæra fólk, að ég hafi sjaldan orðið vitni af jafn miklu bulli og hér hefur komið fram. Þvílíkir fordómar og hálfvitaskapur. Hér kemur einstaklingur sem spyr einfaldra spurninga, um hvort að ákveðin hundategund sé mannelsk og hvort að það séu til undirtegundir af mexíkóskum smáhundum. En ég fæ ekki betur séð en aðeins tveir, í mesta lagi þrír hafi í raun svarað spurningum á meðan hinir blésu út og létu skína í óendanlega visku sína.
Til að byrja með er rétt að leiðrétta þá mýtu(myth) að þessir hundar gelti mikið, meira en aðrir hundar. Það er ekki rétt. Hundar gelta, það er í eðli þeirra að láta vita af gestum, láta aðra hunda vita af sér osfrv., en það er lítið vandamál að venja hunda af þessu, hvaða hundategund sem er. Hundar gelta líka þegar þeir eru óöryggir eða einfaldlega illa upp aldnir.
Labrador retriever eða Golden Retriever eru EKKI betri hundar að neinu leyti. Hver tegund út af fyrir sig hefur sína kosti og galla, líka þær tegundir sem viskubrunnarnir hérna eru að reyna upphefja sem ‘æðislegar’, ‘besta tegund í heimi’ osfrv.. Það er sannast sagna fáránlegt að vera metast um það, því hundar eru eins og fólk, þeir hafa ákveðið geðslag sem er einstaklingsbundið. Ykkur fyndist fáránlegt að vera dæmd heimsk af því að Jói í húsinu við hliðina á ykkur fékk bara 2 í stærðfræði. Hunda þarf að dæma eftir hverjum einstaklingi, þess vegna á hundasýningum eru margir hundar að keppa innan hverjar tegundar, en ekki bara einn, þeir eru jú mismunandi þrátt fyrir að vera af sömu tegund.
Ég veit um íslenskan hund sem geltir á allt sem hreyfist, ég veit líka um Stóra-Dana sem hefur bitið barn, Labrador sem skokkaði inn í hæsnahús og drap allt þar inni. Segir þetta eitthvað til um þessar tegundir? Eða segir þetta eitthvað um þessa einstaklinga?
Fáránlegast af öllu finnst mér þegar fólk dæmir eigendur hunda eftir því hvaða tegund það á. ‘Fólk sem á chihuahua er oftast furðulegir einstaklingar’…hvaða hálfviti lætur svona út úr sér? Eru allir þá sem eiga Border Kollie gáfaðir, af því að BC eiga að vera svo gáfaðir? Eru allir sem eiga St. Bernharðshund með ofvirka munnvatnskirtla? Þetta er alveg einstaklega heimskuleg athugasemd og viðkomandi ekki til hróss.
Það er hægt að ganga út frá vissum atriðum með hreinræktaða hunda, en til þess þarf að þekkja vel inn á foreldra þeirra. Einnig er hægt að ráðfæra sig við hundaþjálfara eða skoða bækur um viðkomandi tegund. En hér færðu, augljóslega, hvorki rétta mynd né fullnægjandi svör við spurningunum þínum.
Eru Chihuahua mannelskir?
Já, vel flestir hundar elska að vera innan fólk. Hundar velja sér foringja og vilja vera sem mest innan um þann einstakling. Sumir hundar eru hrifnir af börnum, aðrir ekki. Það er ekkert bundið við eina tegund umfram aðra. Sjálfur á ég tvo hunda, Border Collie og Chihuahua, báðar elska þær að fá gesti og hitta annað fólk.
Eru til margar tegundir af Chihuahua?
Chihuahua er yfirleitt skipt í tvo hópa;síðhærða og snögghærða.
Eru allir Chihuahua jafn litlir?
Nei, það eru til stærri og minni afbrigði af Chihuahua, rétt eins og það eru til litlir og stórir labradorar. Það fer bara eftir ræktendum og hvort að foreldrarnir hafi verið í stærri kantinum eða minni. Það fer bara eftir einstaklingum.
Hvað kosta þeir?
130-170 þús.
Að lokum langar mig til að biðja fólk hér að þroskast og halda sig við efnið. Það var ekki verið að biðja fólk um álit þeirra á tegundinni, heldur var verið að spyrja einfaldra spurninga og þau ykkar sem ekki vitið svarið, haldið kjafti og farið með bullið ykkar annað. Þetta rugl sem vellur upp úr ykkur gagnast engum og þið lítið bara út fyrir að vera vitlausari en þið eflaust eruð.