Fyrir tveim árum fengum við fjölskyldan, ég, mamma,pabbi og bróðir minn okkur lítinn labrador hvolp, algjört yndi…:) Og hann var svo hræddur þegar hann kom fyrst en með tímanum vandist hann að hann var búin að eignast nýja mömmu og pabba pínu lítið grey.. Og hvern einasta dag á þessu tveimur árum, þegar maður kom heim, eða vaknaði og kom frá kom þessi litla elska og knúsaði mann. Hann náði alltaf í morgunblaðið á morgnanna og inniskóna manns. Þegar fyrstu jólin hans voru keyptu við litla sæta hvolpajólasveinahúfu handa honum og svo sofnaði hann með hana á nýja teppinu sínu faðmandi nýja bangsann sem hann fékk í jólagjöf. Allt var gert fyrir hann Skugga. Á hverjum degi var farið með hann minnst 3 sinnum út að labba og leikið við hann oft á daginn. Hann átti stóran garð bara út af fyrir sig og enginn mátti koma nálægt garðinum sem þetta litla dekurdýr átti án þess að leika smá við hann. Ef manni leið illa kom hann og fann það og settist upp í sófa og knúsaði mann svo manni myndi líða betur. Á þessu tveimur árum var ég frekar mikið veik. Eða ég var með stanslaust “kvef” alltaf stíflað nef og átti erfitt með að anda á nóttunni. Var búin að fara til margra lækna og allir sögðu að þetta væri bara kvef,etta færi bráðum. Einn dag ákvað ég að fara til sérfræðings í reykjavík og kemst ég að því að ég er ekki með kvef heldur er ég með mjög slæmt ofnæmi og það fyrir hundum. Búin að eiga elsku litla hundinn minn í tvö ár og ekkert sem ég elska meira út af lífinu, leit alltaf á hann sem litla bróðir minn sem var bara soldið loðinn og sætur :) Mamma og pabbi sem elska hann líka út af lífinu og auðvitað litli bróðir minn og gera allt fyrir hann segja mér að eina ráðið er að gefa hann mín vegna og finna betra heimili handa honum (efast um að það er hægt). Þegar mamma segir mérþetta er ég í rvk í fríi frá vinnunni og að heimsækja gamla liðið, ömmu og afa. Mamma segir mér að þau séu búin að finna konu, einstæða konu sem vinnur á dýraspítalanum og myndi taka hann með sér í vinnuna þar sem hann hittir aðra hunda og fengi að leika við þá alla daga, og segir að þetta sé það besta fyrir mig og hann. Og ég hafði 2 daga til að kveðja elskuna mína. Ég held að ég hafi aldrei grátið eins mikið áður. Að missa hundinn sinn er eins og að missa besta vin sinn. Þegar tíminn er liðinn og þau fara suður með Skugga að hitta konuna hættir hún við, henni finnst hann alltof fjörugur fyrir sig. Viku seinna segir mamma mér að þau fundu aðra eigendur, Unnur Steinsson og Ásgeir maður hennar mundu fá hann. Ég þarf að fara vinna daginn sem þau koma að ná í hann þannig ég knúsa hann bless og keyri í vinnuna svo ég brotni ekki niður. Þau koma og taka hann, segjast aldrei hafa séð sona fallegan og góðan hund áður og hann hoppar upp í bíl með þeim með allt dótið sitt, haldandi það líklega að hann væri bara að kíkja smá rúnt og myndi hitta mömmu og pabba bráðum aftur. Þau segjast ætla að hringja eftir viku og segjast hvort þetta gangi. Eftir viku hringja þau og gætu ekki verið ánægðari með hann, því miður, því ég hefði frekar viljað lifað með þetta blessaða ofnæmi mitt heldur en að missa hann, var búin að gera það í tvö ár, þannig mér var orðið alveg sama.
Núna tveimur mánuðum síðar trúir maður því ekki enn að hann sé farin, maður kemur heim og býst við sætum hundi dillandi rófunni á fullu við tilhlökkunina að sjá mann og knúsa mann svo, eða skugga geltandi því það kom einhver nálægt garðinum hans en sýndi honum enga athylgi, eða hann liggjandi í garðinum sínum í letikasti. Það sorglega við þetta allt er að engin manneskja tekur eins vel á móti manni og elskar mann jafn mikið og lítur upp til manns jafn mikið og hundurinn manns og þó maður getur orðið pirraður á honum af og til þegar maður nennir ekki að leika lengur eða geltinu í honum eru það líka hlutirnir sem mar saknar eftir allt, ekki er feginn að losna við. Og alltaf þegar ég sit úti í vinnunni í pásu að reykja og heyri hund gelta vildi ég alltaf að þetta væri skuggi með nýju fjölskyldunni, sér mig og kemur hlaupandi til manns og knúsar mann en það mun víst ekki gerast í bráð. Hann á afmæli 10. september og verður þá liðinn líklega sá tími að hann sé búinn að átta sig á því að hann á nýja fjölskyldu og við getum heimsótt hann án þess að hann haldi að við séum að ná í hann. Ég veit ekki um neitt meira yndislegra í augnablikinu en að fá að knúsa hundinn minn aftur!
Tilgangur minn með þessari sögu var líklega enginn nema tjá mínar tilfinningar þvi enginn vill tala um þetta á heimilinu. Enginn vill hugsa um þetta lengur nema ég get ekki hætt því.
Verið góð við hundana ykkar og komið fram við þá eins og manneskjur, ekki eins og einhverja hunda sem skipta engu máli heldur bara eru þarna…
Ef þið hafið nennt að lesa þetta þakka ég fyrir þann tíma sem þið gáfuð ykkur í það.
Kveðja Phoebe :)