amm…ég skal koma með dæmisögu af hundinum hans pabba..sem er labradortík, og er orðin u.þ.b. 4 ára gömul í dag, og hefur honum tekist vel með uppeldið ( ég ætti að vita það enda öll mín fölskylda vaðandi í dýrum)
JÆJA, það var einn dag að konan hans pabba var með Týru( tíkin ) úti að labba rétt hjá hestastóði, og settist niður til að hvíla sig, og ákvað að sleppa týru lausri þar sem hún sýndi engann áhuga á hestunum…en hljóp hinsvegar fyrir hornið á hól einum, en kom rétt strax aftur.
Svo um kvöldið, þegar matargestir voru væntanlegir, fór Týra inn í svefnherbergið og gubbaði upp 5 kílóum af hrossaskít beint á gólfið, og lyktin var eftir því…Þrifalegt??
ég kann nokkur önnur dæmi um svona hegðun hjá öðrum hundum, t.d. að þeir velti sér upp úr hrossaskít eða úldnu heyi, eða jafnvel sjeik sem legið hefur á götunni..
Ég er ekki að reyna að segja að kettir séu þrifalegri, heldur að bæði eru dýrin..ja..dýr og hafa sínar hvatir..
p.s. við eigum tvo ketti og við höfum einfaldlega bannað þeim að fara upp á eldhúsborð, og þeir fara aldrei upp á borðið, og skíta yfirleitt úti