,,Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur”
Hvern einasta dag meðan allir eru á ferð og flugi, þá er fullt af fólki að yfirgefa okkur og það eru líka fullt af litlum börnum sem koma í staðinn. Stundum eru þeir sem deyja meira að segja ungt fólk sem á allt lífið framundan eða bara einhver sem maður elskaði og þá finnst manni náttúran vera frekar ósanngjörn. Mér finnst alltaf svo sorglegt þegar það verða slys og einhverjir deyja eða það er keyrt á dýr en maður verður bara að sætta sig við þetta.Ég verð líka að sætta mig við það að Brósi litli er dáinn :(
Þann 7. júlí sl. var bara ósköp venjulegur dagur í Tungu, hænurnar búnar að verpa, kálfarnir að baula, hestarnir að éta, féð uppí fjöllum og bændurnir að líta eftir krökkum sem voru í sveit hjá þeim þegar Hvatur (einn af hundunum á bænum) kemur geltandi að húsinu. Þeim líst nú ekki á þetta gelt og fara út að gá hvað gerst hafði en þá sáu þau Brósa (yngsta hundinn á bænum) að fela sig á bak við grillið. Þá hafði einhver keyrt yfir greyið og afturlappirnir voru illa farnar. Þau fengu sjokk og sáu strax að hann mundi örugglega ekki lifa þetta af. Þau kölluðu á dýralækni undir eins og þegar dýralæknirinn kom sagði hann að það væri bara verra fyrir Brósa að láta hann lifa áfram. Þá var honum gefin sprauta og hann sofnaði. Þetta var mjög sorglegt og hann var jarðaður.
Í gær fór ég og lét blóm á leyðið hans og mér fannst svo leiðinlegt að sjá hann ekki fyrir aftan mig því hann elti mig alltaf út um allt og var með mér á þessari stuttu ævi sinni. Máltækið segir víst að maður veit aldrei hvað maður á fyrr en maður hefur misst það og það á svo sannarlega við þetta atvik.
En núna er Brósi hjá Guði en hann verður samt alltaf hjá okkur,allavega í hjörtum okkar.