Nú er ég í svolitlum vandræðum með Mósa minn. Málið er það að hegðun hans hefur breyst svo mikið síðustu tvær vikur. Hann er 1ns og hálfs. Hann er byrjaður að naga aftur allt sem hann kemst í. Hvort sem það er þvottakarfa eða skór. Svo er hann hættur að hlýða þegar ég sleppi honum lausum, hvort sem það er á opnu svæði eða hérna úti í garði. Eins og t.d. í morgun. Þá sleppti ég honum út í garð að gera sitt og svo þegar ég kallaði hann inn 10 mín. seinna þá fór hann yfir í garðinn hinumegin, svo þegar hann ætlaði að koma þá hætti hann við og ætlaði bara eitthvað á flakk um bæinn að því er virtist. Svo er hann hættur að vilja að leggjast þegar við segjum honum að gera það og við þurfum að endurtaka orðið nokkrum sinnum áður en hann gerir það, en þá leggst hann svona niður eins og hann sé að þrjóskast við að gera það. En það er aðallega nagið sem fer í pirrurnar á okkur, þar sem hann var hættur því fyrir mörgum mánuðum. Er einhver sem getur komið með einhver ráð??
kv.
spotta