Ég fékk það verðuga verkefni að passa Coton De Toulear hund sem fjölskyldumeðlimur á. Það er búið að ganga stórvel og hundurinn virðist taka mér ágætlega sem húsbónda… amk til bráðabirgða því ef ég fer út úr húsi verður hann alltaf hálf aumur og vælir. Þegar ég kem til baka fagnar hann mér konunglega.
Það er frábær tilfinning að vera fagnað svona, en það er aftur á móti verra að skilja hundinn einann eftir.
Það sem ég er hinsvegar að velta fyrir mér tengist taumum. Hundinum fylgdi stuttur taumur, rétt rúmur meter sem mér fynnst í raun ekki nóg fyrir þennan fjöruga hund því hann togar rosalega og í raun er vinstri hendin á mér farin að lengjast ótæpilega. Ég snaraði mér þessvegna inn í dýrabúð og keypti stillanlega ól, sem getur farið upp í 5 metra. Ég prófaði og það var allt annað að labba með hundinn. Ef hann sér eitthvað sniðugt getur hann skoðað það í smá tíma. Auk þess sem hann togar mikið minna með þessum langa taum.
Ég lét eigandann vita af þessu, enda ansi rogginn og fékk þá þau skilaboð að nota ekki þennan fína lengjanlega taum því þau eigi einn 10 metra sem væri aldrei notaður. Ástæðan: Jú, hundurinn eigi ekki að stoppa þar sem hann vill stoppa heldur þar sem ég vil stoppa. Auk þess á hann ekki að skoða það sem hann vill skoða heldur það sem ég vil að hann skoði. Svo fékk ég að vita að hann teldi sig ráða ferðinni með þetta langann taum.
Mér fynnst þetta svolítið órökrétt, sérstaklega miðað við mína reynslu af stutta taumnum og þeim langa. Mér fynnst hundurinn vera úti að labba með mig þegar ég nota þennan stutta. Amk þarf ég mikið meira að hafa fyrir því að halda honum frá löppunum á mér og stoppa til að leyfa honum að merkja. Auk þess er þessum hundi alls ekki treystandi að hlaupa lausum.
Nú spyr ég: Eru langir / stillanlegir taumar skaðlegir uppeldi hunda? Er eigandi hundsins að tapa sér yfir þessu?