Mig langaði aðeins að segja ykkur frá minni reynslu af Hvuttaklúbbnum. Ég skráði mig og hundinn minn í Hvuttaklúbbinn síðasta sumar þegar hann var rétt um 6 mánaða aldurinn. Þetta er sennilega eitt það besta sem ég hef gert fyrir hundinn minn. Hann fær að hitta aðra hunda einu sinni til tvisvar í viku, auk þess sem ég hef eignast alveg fullt af nýjum vinum og kunningjum sem hafa sama áhugamál og ég þ.e. HUNDAR. Auk þess að fara einu sinni til tvisvar í viku í gönguferðir erum við búin að fara einu sinni í útilegu sem var alveg frábært, svo eru reglulega skítatýnslur og grill, en þá er týndur upp skýtur eftir hina “óábyrgu” hundaeigendur borgarinnar, svo er sest niður og grillaðar pylsur og fleira skemmtilegt gert. Á sumrin eru svo haldnar miðnæturgöngur annaðslagið og það er alveg frábært, yfirleitt er veðrið svo milt á þessum tíma og svo eru mjög fáir á ferli en þær miðnæturgöngur sem ég hef farið í hafa verið í nauthólsvíkinni, en annars eru göngurnar yfirleitt upp að rauðavatni, hvaleyrarvatni og öðrum hundasvæðum.
Hundurinn fær alveg ótrúlega mikið út úr því að vera í svona klúbb. Hann lærir að umgangast aðra hunda auk þess sem hreyfingin sem hann fær út úr þessu er alveg gífurleg en minn fer alltaf beint í bælið sitt eftir göngur og steinsofnar sáttur eftir gönguna.
Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er ég mjög ánægð með þá starfsemi sem hvuttaklúbburinn heldur upp og ég mæli eindregið með því að þið hundaeigendur skráið ykkur í svona klúbb, en það er einnig starfræktur hundaklúbbur á Slefossi og Þorlákshöfn sem heitir hundaklúbbur Suðurlands og svo er Hvuttaklúbburinn með deild á Akureyri.
Göngur eru á miðvikudagskvöldum kl. 8 og laugardögum kl. 13 hjá hvuttaklúbbnum í Reykjavík og á laugardögum kl. 13 á Akureyri við Pétursborg.
Það er síðan hægt að fá fleiri upplýsingar inna á heimasíðu Hvuttaklúbbsins: http://hvuttaklubburinn.hugi.is