Mig vantar smá aðstoð.
Þannig er að við eigum lítinn hvolp, og erum búin að eiga hann í 2 vikur. Hann er rosa sprækur og vill mikið leika sér á nóttinni. Okkur var ráðlagt að hafa hann í búri á nóttinni, en ég var nú ekki mjög spennt fyrir því. Fannst það vera hálf grimmdarlegt. En við fengum lánað búr og ákv. að prufa þetta. Það hefur ekki gengið vel. Okkur var sagt að við ættum bara að láta hann gelta, og reyna að vorkenna honum ekki. Hleypa honum bara út að pissa á 2 tíma fresti. En málið er að hann geltir stanslaust í 2-3 tíma, og gefst svo loksins upp af þreytu og sofnar. Svo þegar hann vaknar aftur til að pissa byrjar hann að gelta og við hleypum honum út, en setjum hann svo aftur í búrið. Þá byrjar þetta allt aftur. En nóttin í nótt var enn verri. Hann bara gelti og gelti stanslaust. Ég gafst samt ekki upp og hleypti honum bara út að pissa. Svo í eitt skiptið þegar ég ætlaði að fara með hann út, var allt búrið útí kúk. Hann hafði greinilega fengið rosalegan niðurgang. Og ekki var þetta það að ég hafi ekki farið með hann nógu oft út, því ég var búin að fara með hann út á 1-1,5 klst fresti þessa nótt, afþví hann gelti svo mikið. Svo hleypti ég honum út og hann skreið beint á teppi sem er undir náttborðinu mín og sofnaði strax, og svaf í 4 tíma stanslaust.

Ég er þannig orðin dauðhrædd við að setja hann aftur í búrið, því mér finnst líklegt að hann hafi fengið niðurgang vegna hræðslu eða vanlíðan.

Hvað á ég að gera.
Á ég að losa mig við búrið, og leifa honum að leika lausum hala?????
kveðja Fridel