Hvaða tegund ætli sé best að fá sér ef mar vill lítin hund??
Ég hef verið að spá í Beagel, eða íslenska,eða ………..
ég er vön hundum upp á það að gera að við erum búin að eiga eina í 13 ár, sem er enn hress og spræk og við hestaheilsu. Ég væri þakklát fyrir það að fá að heyra álit ykkar á því hvaða smátegund hentar best í borg, og fyrir fólk sem er í vinnu, þó að það sé möguleiki á að taka hundinn með í vinnu.

Annrs hef ég líka verið að velta fyrir mér blending, okkar gamli er blendingur og betri hundur finnst ekki. Hún var fljót að læra að hlíða og að gera stikkin sín úti. Hún fer til dæmis ekki yfir götuna nema heyra þann sem er með hana úti að ganga segja yfir, hún hlíðir línunni, fer ekki yfir hana ef þú dregur með fingri yfir gólfið/jörðina. Hún bíttur ekki, og velur frekar að láta sme börnin sem eru að fýflst íhenni séu ekki til frekar en að láta þau ergja sig. Nei nú stoppa ég, ég er farin að lofsyngja hundinn minn of mikið.

kveðja
icevirgo