Halló halló.
Ég fór með Tý í sprautu í dag og við venjulega skoðun kom í ljós að hann var bara kominn með eyrnabólgu. Við erum búin að eiga hann í tvær vikur sléttar í dag og höfðum ekki hugmynd um að hreinsa þyrfti eyrun vikulega. Ég lá yfir öllum upplýsingum sem ég fann á netinu um hunda, hvolpa og allt sem ég fann um það efni, hvergi rakst ég á að hreinsa þyrfti eyrun. Soldið skrítið!! En núna vitum við það allavega og ætlum að passa okkur á því hér eftir.
Aumingja Týr var búinn að vera svo eirðarlaus í gærkvöldi og í dag, það hlaut líka að vera að eitthvað væri að angra hann greyið. En getur verið að hann sé að fá niðurgang út af því? Tengist þetta tvennt eitthvað, eyrnabólga og niðurgangur?? Hann fékk lyf sem heitir fucidin og er borið í eyrun á honum tvisvar á dag í 7 daga, svo á að kíkja í eyrun aftur.
Hér á meðfylgjandi mynd er maðurinn minn að setja lyfið í eyrað á Tý og hann lá bara og svaf á meðan. Líður greinilega betur eftir að dýralæknirinn hreinsaði drulluna út.