Sveitarsæla Það er alveg magnað hvað veðrið er búið að vera gott í maí (enda eigum við það alveg skilið, það er búið að rigna á okkur í heilt ár :-/ ). En í gær, Uppstigningardag, ákváðum við Linda vinkona að fara með hundana okkar, Sesar (labrador) og Lukku (mix), og eina aðra hundlausa vinkonu okkar ;) í afasveitina hennar Lindu. Lukka hefur alltaf verið erfið í bíl og gelt stanslaust, en núna þegar herra Sesar var hjá henni virtist hún vera miklu rólegri og gelti lítið sem ekkert. Við komum fyrir utan gamlan og lúinn sumarbústað sem er umkringdur trjám. Það bærðist varla hár á höfði okkar, veðrið var svo lyngt og hitinn eftir því. Lukka er auðvitað ung ennþá og vildi strax fara að leika við Sesar, en hann er alltof gamall fyrir þetta en fór þó með henni í labbitúr umhverfis bústaðinn. Það var svolítið fyndið, því hún er alltaf á harðaspretti út um allt og hljóp um bústaðinn á met-tíma – og svo korteri seinna kom gamli hægfara Sesar :D Okkur var svo heitt að við ákváðum að nýta okkur einangruna og láum bara á nærfötunum í sólbaði :) en aumingja Sesari og Lukku var líka heitt. Sem betur fer mundum við nú eftir að taka með okkur nóg af vatni svo þau gátu drukkið eins og þau vildu, og þess á milli sem þau voru að labbitúrast saman lágu þau í mesu makindum hjá okkur í sólbaði og létu klappa sér og klóra. Það kom okkur nokkuð á óvart, að þó ný væri búið að kjassast við Lukku og svo var farið til Sesar, þá varð hún alveg agalega afbrýðissöm og fór að gelta á grey Sesar, og hljóp til okkar til að ná athyggli. Og líka ef við vorum að leika eitthvað við Sesar þá var hún mætt til að reyna að fá að vera aðalstjarnan. Sesar fékk þó nóg á endanum og gelti stóru boffsi á hana svo hún fór að skæla…
En dagurinn var í allastaði frábær, það var ekkert smá gott að komast úr amstri borgarinnar og fá að slappa af með hundunum sínum í sveitinni :)
- www.dobermann.name -