Mig langar að deila með ykkur fyrstu samverustund
(vonandi af mörgum) Perlu (Labrador), Röskvu
(Írskur úlfhundur) og Eyju (íslensk) .
Í gær fór ég með son minn og Perlu inn á Akureyri.
Sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi, nema fyrir
það að til stóð að hitta Gromsara með Röskvu og
Eyju.
Ákveðið hafði verið að við myndum hittast við
Pétursborg, rétt utan Akureyrar, um miðjan dag.
Rétt rúmlega hálf fjögur komum við á staðinn og
sáum að þar biðu þær allar eftir okkur.
Ég var hálf kvíðin fundinum, vegna þess að einhverra
hluta vegna hefur tíkum sem Perla hefur hitt, ekki verið
vel við hana, eins og hún er mikið gæðablóð, og hefur
komið til þess oftar en einu sinni að þurft hefur að fjarlægja
hinar tíkurnar, því þær hafa ekki tekið algjöra undirgefni
og uppgjöf Perlu gilda, en þetta var nú bara smá útúrdúr.
Við sem sagt komum þarna að stóru hliði og þar fyrir innan
sjáum við angalitla tík (Eyju) og svo þennan líka kálf (Röskvu)
Við snörum okkur útúr bílnum og inn um hliðið.
Þar tóku þær á móti okkur, vegna fenginnar reynslu var Perla
mjög á varðbergi.
Röskva tók afskaplega vel á móti henni (og okkur) en Eyja ákvað
strax í upphafi að uppeldis hlutverkinu skyldi hún gegna,
og gerði það með miklum sóma.
Perla ákvað að best væri að halda sig bara frá henni, það
væri líklega öruggast.
Röskva og Perla hins vegar tóku strax til við að leika sér og
hlaupa um, sem virtist efla Eyju í sínu hlutverki, hefur henni
sjálfsagt fundist bölvaður hamagangur í þeim stöllum, og gelti
út í eitt, hún tók hlutverk sitt mjög alvarlega ! :)
Við röltum sem leið lá að öðru hliði sem þurfti Í GEGNUM, og
biðu allir, þ.e. ég, Gromsari, Eyja, Röskva og Sonur minn,
þolinmóðir eftir því að hliðið yrði opnað og fólk og ferfætlingar
kæmust í gegn, Perla hins vegar ákvað að sína listir sínar og
sveif bara yfir.
Þegar komið var í gegnum þetta hlið gátum við labbað niður í
fjöru, og þar var nú gaman, Perla og Röskva hlupu um og léku
sér, í fjörunni, út í sjó (sem virtist vera lang skemmtilegast)
og í þúfunum. Gaman virtist að synda í sjónum og busla
og þar var stærðarmunurinn greinilegur, Perla sem er tík af
Labrador kyni er, þó nett sé, í réttri hæð, nú, þegar hún var komin
á kaf og við það að taka sundtök, þá var Röskva að byrja að
blotna á kviðnum !!!
Eyja hljóp á eftir og skammaðist, fannst óþekktin
í þeim hinum með ólíkindum! Eyja hins vegar vildi ekki bleyta
mikiðp meira en fæturna :)
Meira að segja var þarna fuglshræ sem heillaði óskaplega, og
virtist afar góð lykt af, og var það örlítið notað til að nudda sér
upp úr (þ.e. Perla) eiganda til mikillar skapraunar, og var daman
send snarlega út í sjó aftur til að ná þessari dásemdar lykt úr.
Veðrið var fínt, sól, heldur mikið rok reyndar en allt í lagi.
Við Gromsari settumst bara og spjölluðum meðan tíkurnar léku
sér. Stundum var erfitt að spjalla, vegna roksins og svo vegna
þess að Eyja var staðráðin í að ala hinar dömurnar upp, með
svona mismiklum hávaða :)
Það verður að segjast eins og er að myndir af Röskvu segja aðeins
hálfa söguna, hún er stórkostleg, tignarleg, með afbrigðum ljúf
og sýndi manni það með því að smella kossi á kinn.
Ég mæli með þessari tegund fyrir bakveika sérstaklega þar sem
ekki þarf að beygja sig mikið til að klappa henni :) , hins vegar þarf
styrka fætur, henni finnst nefnilega afskaplega gott að láta klappa
sér og stendur þá þétt upp við mann, og svo hallar hún sér að manni
og þá er eins gott að standa fastur fyrir ! :)
Hún er afskaplega falleg, og hvet ég alla sem vettlingi geta valdið
að fjölmenna á sýningu hundaræktarfélagsins og berja gripinn augum !
Nú var komið að lokum þessa fundar okkar, en þá var besti hlutinn
eftir !
Nú þurfti að smala í bílana, sem var ekkert mál með flesta, EN
Stórgripurinn sjálfur…..nei nei, Gromsari mátti lyfta henni upp
í bílinn ! Fyrst framfæturna upp í, og svo halda undir afturendann
og upp í……sjón sem seint gleymist :)
Viljum við Perla þakka Gromsara, Röskvu og Eyju fyrir skemmtilega
stund, og vonandi verður þess ekki langt að bíða að þær komi
í heimsókn í sveitina :)