Þegar þú blandar svona líkum hundum saman, þ.e. báðir foreldrarnir eru retrieverar, þá veistu auðvitað cirka á hverju þú átt von. Þar sem þessar tegundir hafa mjög líka ef ekki eins eiginleika, fyrir utan feldinn auðvitað, þá er svosem ekki mikið um blöndun að ræða. Venjulega þegar um blendinga er að ræða er ekki mikið spáð í hvernig blöndunin gæti heppnast, þar af leiðandi hefur þú ekki hugmynd um hvers konar hund þú ert að fá. Ef þú færð þér retriever eða t.d. pointer þá veistu að þú ert að fá veiðihund en þeir eru notaðir til mismunandi veiða. Ég á pointer og það er einfaldlega í eðli hans að taka stand á rjúpur og hrossagauka, enda gerir hann það án þess að við höfum kennt honum það og er þó ekki nema 9 mánaða. Pointer hundar þurfa líka talsverða hreyfingu og við förum með hann út tvisvar sinnum á dag í a.m.k. klst í senn. Þar sem hann er hreinræktaður vitum við nákvæmlega hvernig við eigum að hugsa um hann og við vitum líka miklu meira um eiginleika hans heldur en ef hann væri blandaður. Það er yfirleitt það sem skiptir máli þegar velt er fyrir sér kostum og göllum milli hreinræktaðra og blandaðra hunda, ekki hvort blandaðir séu eitthvað verri en hinir. En því miður er staðreyndin oft sú að blandaðir hundar fást gefins og ég hef allt of oft séð fólk fara verr með þá en það myndi gera með hreinræktaða. Það er eins og að fyrst það þarf ekki að borga fyrir þá að þeir séu einhvers minna virði eða eitthvað. En það er bara ekki þannig, þeir þurfa alveg jafnmikla athygli og umönnun og hreinræktaðir og ætti ekki flokka sem svipuð húsdýr og ketti, enda allt annars eðlis. Eigendur margra blandaðra hunda fara síður með þá á hlýðninámskeið sem er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í uppeldi hunds. Ekki bara fyrir hundinn sjálfan heldur líka fyrir eigendurna svo þeir viti betur hvernig hugsa á um hann og þjálfa hann. Í þínu tilviki er þetta öðruvísi. Þú átt hund blandaðan af tveimur mjög líkum tegundum og hefur greinilega þjálfað hann mjög vel og veist vel hvað þú ert að gera. En þó svo menn vildu gjarnan viðurkenna þinn hund í veiðihundafélagið er ekki svo glatt hægt að gera það við aðra blandaða hunda því menn vita einfaldlega ekki hverju þeir eiga von á frá þeim. Þeir hafa ekki þekkta, ákveðna eiginleika. Þú getur ekki bent á blending og sagt já hann er svona og svona eða eitthvað. Það er bara því miður ekki hægt að veita einhverjum einum sérmeðferð.