Jú, það er rétt. Það er núna ein reglugerð til umsagnar um innflutning á hundum og köttum og þar eru reglurnar um sóttkví í Leifsstöð hertar. Þar er m.a. tekið á reglum varðandi meðferð dýranna á Leifsstöð, hverjir megi umgangast dýrin o.s.frv.
Það á að koma önnur reglugerð sem skilgreinir nánar þær kröfur sem eiga að gilda til sóttvarna-og einangrunarstöðvar en hún er ekki tilbúin. Sóttvarnarstöðin í Hrísey uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til einangrunarstöðva í dag, við verðum að muna það að dýrin eru mismunandi eins og við og sum dýr þola ver enn önnur að vera í vistun. Það sama á við um okkur manneskjurnar, sum okkar þola innilokun ver enn aðrir, alveg sama hversu mikið rými við höfum til að boltra okkur á eða hversu mikla athygli og umhyggju við fáum. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir ástvini okkar og söknuðurinn eftir þeim getur brotið niður hinu sterkustu aðila. Sum dýrin eru í burtu frá eiganda sínum í fyrsta sinn, önnur eru rifin frá heimili sínu og send til útlanda o.s.frv. Við megum ekki hengja út stöðina í Hrísey eða starfsemi hennar, starfsfólkið og rekstraraðilar geta ekki gert að því hversu óhentug staðsetningin er. Ég er viss um það að engum hundum er vísvitandi misþyrmt í Hrísey og ástæðan fyrir því að við viljum flytja einangrunarstöðina, hefur ekkert með það að gera að það fari illa um dýrin. Aðal ástæðan er staðsetningin - við viljum minnka álagið á dýrin (vegalengd minnkar - dýrin sleppa flutningnum til Hríseyjar) og við eigendurnir getum heimsótt dýrin oftar og fylgst betur með þeim eftir foreinangrun. Sumir hundar munu alltaf bera þess merki að hafa dvalið langdvölum í innilokun, hvort sem það er í einangrunarstöð, gæludýrahóteli eða dýraathvarfi.
Já, einangrunartíminn verður sennilega minnkaður niður í 4.vikur.