Vitið þið það að ég er að gefast upp án gríns, Emil og Max slóust í gær en það gerðist ekkert stórvægilegt þá, Emil fékk smá skrámu á nebbann og búið.
Í dag slóust þeir aftur!!! Tvisvar!!!! og þeir enduðu báðir hjá lækninum, svæfðir og saumaðir, Emil er heppinn að halda auganu.

Þessi pakki kostaði 20.000 kall Emil fékk ófrjósemis sprautu til að reyna að lækka í honum rostann en læknirinn sagði að ég gæti átt von á þessum uppákomum reglulega fyrst að ég er með svona rembu og annan sem lúffar ekki á sínu heimili

Segið mér hvað ég á að gera, ég er ekki manneskja sem gefst upp en þegar þetta er farið að hafa áhrif á að geta ekki gefið börnunum að borða út af hundakostnaði þá verð ég efins.
Kallinn minn er líka kominn með nóg af þessu
Á einum mánuði er ég búin að borga 96.800 í hundana mína.

Mér þykir svo vænt um þá báða og ég á svo erfitt með að láta annan fara. Ég veit að Emil myndi plumma sig vel einn á heimili og með engann sem berst um athyglina, en ég efast um að fólk vilji taka við hundi sem á eftir að mjaðmamynda og allt stússið í kringum hund sem gæti verið með mjaðmalos

HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? Ég er ráðalaus
Kveðja