Ég hef verið að spá í kosti og galla þess að vera hundaeigandi.
Lét mér detta í hug að setja nokkra punkta niður og vonast síðan eftir því að þið hér á huga bætið við listann. Það er nefnilega þannig að þegar maður er að gera svona gleymir maður bæði mörgu og síðan hefur fólk mismunandi skoðanir á hlutunum.
well here it comes, best að byrja á göllum.
Gallar:
1. Hár í íbúðinni,fótspor í vondu veðri. = Meira að þrífa.
2. Þarf að týna upp skítinn eftir þá.
3. Ef farið er í frí erl. þarf að fá einhvern til að passa.
4. Aukinn kostnaður heimilis: matur + dýralæknar + hundahótel.
5. Sumum ættingjum eða vinum er illa við að koma í heimsókn
vegna þess að þeir eru hræddir við hundinn þinn.
6. Verður að fara út með þá daglega í alls konar veðri.
7. Eftir langan vinnudag hefur þú ekki hjarta í þér til þess
að skilja hann eftir einan meðan þú ferð í bíó með vinum
þínum, þó þig langi að fara.
8. Lendir stundum í nágrannaerjum vegna hundsins.
9. Hundurinn dregur til sín ókunnuga hunda að húsinu.

Kostir:
1. Traustasti vinur sem þú getur eignast
2. Verður að fara út með þá daglega í alls konar veðri.
(gott fyrir heilsuna)
3. Eignast fullt af vinum sem hafa sama áhugamál og þú í
gegnum hundinn þinn.
4. Varar þig við óboðnum gestum og myndi gera allt til að
verja þig.
5. Eftir langan vinnudag hefur þú góðan vin til að
eyða kvöldstundinni með.
6. Það þroskar ábyrgðarkennd þína að hugsa um hund, og það
víkkar sjóndeildarhring þinn.
7. Hundurinn heldur ókunnugum köttum frá húsinu.
8. Það er gott að finna að einhver treystir á mann.
9. Það er gott að finna að maður er elskaður.
10. Sumum ættingjum eða vinum er illa við að koma í heimsókn
vegna þess að þeir eru hræddir við hundinn þinn.

kveðja polo