Í bókinni “Intelligence of dogs” eftir bandaríska sálfræðingin og háskólaprófessorinn dr. Stanley Coren eru skilgreindar þrjár tegundir greindar hjá hundum.


Aðlögunargreind (e. adaptive intelligence). Aðlögunargreind er hæfileikinn til þess að læra og leysa þrautir.

Eðlislæg greind (e. instinctive intelligence). Eðlislæga greind er hægt að prófa
á einstaka hundum.

Vinnu/hlýðni greind (e. working/obedience intelligence). Þessa tegund greindar er hægt að mæla eingöngu hjá ræktunarafbrigðum.

Umfangsmiklar prófanir Corens hafa sýnt að eftirtalin ræktunarafbrigði koma best út úr greindarprófum. Hundarnir skildu nýjar skipanir eftir að hafa heyrt þær í 5 eða færri skipti og hlýddu skipunum nánast samstundis.


Border collie
Poodle
German Shephard
Golden retriever
Doberman Pinscher
Shetland sheepdog
Labrador retriever
Papillon
Rottweiler
Australian cattle dog


Greindasti hundurinn er Border Collie.

Eftirtaldar tegundir sem komu verst út í athugunum Corens. Hundarnir sem lentu svona neðarlega hlýddu skipun í fyrsta skipti einungis í fjórðungi tilfella og þurftu að heyra nýja skipun í 80 til 100 skipti til að skilja hvað átt var við.


Shih Tzu
Basset hound
Mastif Beagle
Pekingese
Blood hound
Borzoi
Chow chow
Bulldog
Basenji
Afghan hound


Heimskasti hundurinn er afganskur stormhundur.


Ég tek fram að þetta er tekið af vísindavefnum og ætlaði bara að spá hvort þið væruð sammála þessum niðurstöðum og segið endilega ykkar álit:)

Kveðja Nero.