Ég er ekki sammála Þessu. ég á Shih Tzu og ég tel hann ekki heimskan hund, hægt að kenna honum trik á mjög stutum tíma. Ég var t.d. að kenna honum að vinka og það tók enga stund.
Viðtal við Ástud óru tekið af hvuttar.net:
Á vísindavefnum var spurning sem hljóðaði svo “hvaða hundur er gáfaðastur”, þar kom fram að Border Collie var gáfaðastur en Afghan Hound heimskastur, er eitthvað til í því? (könnunin var gerð þannig að hundarnir skildu nýjar skipanir eftir að hafa heyrt þær í 5 eða færri skipti og hlýddu skipunum nánast samstundis.)
“Border Collie hundar hafa ofsalega mikinn vilja til að þóknast. Þeir eru farnir að yfirtaka allar hlýðnikeppnir, þeir eru líka svo snöggir að hlýða, fljótir að setjast og fljótir að leggjast. Það sem skiptir öllu máli er skapgerðin í hundinum sem einstaklingi og skapgerð ræktast. Þannig að maður getur ræktað fram skapgerð svo er þetta 50 % í höndunum á eigandanum. Því maður þarf að aðlagast hverjum hundi. Þegar maður er að labba á milli hunda þarf alltaf að breyta sér, í hvert skipti sem maður tekur inn nýjan hund þarf maður að setja sig í annan gír, af því maður er alltaf að eiga við nýjan einstakling. Það er ekki hægt að seigja ”svona gerir maður þegar á að kenna hundum þetta,“ Þú þarft alltaf að hliðra til og aðlagast hverjum hundi, þeir eru svo svakalega misjafnir.
”Það var svolítil kúnst þegar ég var bara vön að vera með mína Schäfer hunda, svo kom mamma og sagði “vinkona mín á Collie hund, þetta var Border Collie hundur sem var ekkert nema hárin, hann var alveg fisléttur. Vandamálið var, að hann togaði alltaf svo í ólina. Ég fer og tek hundinn, og hundurinn fer að toga og ég kippi í hann og hann kom fljúgandi aftur fyrir mig, og ég gerði þetta þrisvar í röð því ég var svo lengi að stilla mig við réttu þyngdina af því það blöffaði svo að hundurinn var ekkert nema hárin, hann var svo léttur.”
Er munur á að þjálfa litla eða stóra hunda, og eftir tegundum?
“Nei! Það var haldið hérna fyrir nokkrum árum síðan, áður en að ég byrjaði að þjálfa hunda með nammi, að svo margir hundar væri svo heimskir, að því að þeir tóku svo illa við þegar það var ekki verið að verðlauna þá. Af því að þeir höfðu ekki eins mikinn áhuga á því sem þeir voru að læra, og það var haldið að allir hundar voru ofsalega misgáfaðir. En eftir að það var farið að nota aðferðir sem allir hundar geta skilið, þá eru þeir ekkert misgáfaðir. Það er ekki hægt að alhæfa um hundategundir, það er verulega hæpið, það er kannski hægt að tala um útlit og tala um veiðihegðun.”
“En hver hundur hefur bara sína skapgerð og ef fólk er ekki að vanda sig í ræktun og ræktar ekki bara undan bestu hundunum, hundum með góða skapgerð, þá eru að koma upp allskonar hundar. Það er voðalega erfitt fyrir venjulegt fólk að velja hvolp, nema maður verður bara að liggja yfir þeim. Gefa sér svolítinn tíma í að spekúlera í þessu. Þegar fólk er að fá sér hvolp, þá er það sem það þarf að gera til þess að vita nokkurn veginn hvernig hundurinn er, það er að skoða pabbann og mömmuna. Pabbinn er ekki alltaf viðstaddur, en skoða tíkina. Þá á að sitja hjá henni og skoða hvolpana, er þessi tík svona hundur eins og ég vill hafa þá. Ekki taka hvolpa frá tík sem er að hrökkva undan þegar á að koma við þær og svona, ekki taka undan grimmum tíkum og þeim sem eru tæpar á taugum. Svo á maður að taka hunda sem hafa lifað í sem eðlilegasta umhverfi, meðan þeir eru ungir. Sem er að koma þaðan sem hann er að upplifa eitthvað, fólk, umhverfi, fara út, börn. Hann þarf að fá einstaklingsumönnun, þar sem að hver hvolpur fær athygli og það sé verið að hnoðast með hann og hann hitti ókunnugt fólk.”