Sælir hugarar!
Einn af hundunum mínum, Tímon, sem er þriggja ára chihuahua er búin að vera klóra sér á sama stað á bakinu í svolítinn tíma. Að lokum ákvað ég að fara með hann til dýralæknis óg láta athuga þetta. Þar var mér sagt að hann sé með ofnæmi, en fyrir hverju er hins vegar spurningin. Dýralæknirinn spurði hvort það hefðu orðið einhverjar breytingar og það helsta sem mér datt í hug er að ég flutti í annað húsnæði þar sem er teppi (hann hefur aldrei verið nálægt teppi) og svo það að fyrir 2 mánuðum fékk ég mér kisu :)
Hann er nú ekki með ofnæmi fyrir kisunni ( þó mig gruni að hann vildi það svo ég myndi láta hana fara annað hehe ). Hann hefur nokkrum sinnum komist í kattamatinn og það gæti verið ástæðan. Hins vegar ef teppið er ástæðan, þá þarf ég að rífa allt teppið af og setja dúk eða parket. Ég er í leiguhúsnæði svo það er ekki freistandi kostur að þurfa kosta nýtt gólfefni en ef til þess kemur þá geri ég það. Get ekki látið litla greyið klóra sér það sem eftir er. Ég komst að því líka að hundar geta verið með ofnæmi fyrir grasi! Það kom mér mjög á óvart, og greyið þeir hundar sem eru með slíkt ofnæmi! :)
kveð að sinni, T.