Ég sá á korkinum að fólk var að velta fyrir sér flexitaumum,(það eru taumar sem dragast inn og út) Ég persónulega hef notað þá og nota enn en er í smá vafa eftir að hafa lesið á erlendum spjallrásum um að hundar hafi slasast þegar fólk missir tauminn.
Fólk er að segja reynslusögur sem hljóma mjög illa: ég missti tauminn og hann lendi af miklum krafti í hnakka hundsins þannig að hann stórslasaðist. Ég var að pæla hvort þeir í ameríku séu með einhverja ofurflexi tauma eða hvort einhver hefur heyrt um svona hér á Íslandi. Ef svo er mun ég sennilega hætta að nota þá.
Annars finnst mér mjög þægilegt að nota þá, þó ég geri þá kröfu til hundsins að hann kunni að ganga við hæl þá er gott að geta gefið honum takmarkað frelsi stundum.
polo
ps. Ég kenni mínum hundum 3 mismunandi skipanir til að fara eftir þegar við erum á göngu: HÆL (í taum eða án taums en alveg fastur við hæl.) LAUS (í löngum taum eða flexi, má hreifa sig í kring um mig en ekki toga) FRJÁlS (enginn taumur, má hlaupa út um allt en verður að hlýða innkalli hratt og örugglega)

Vel alinn hundur er hamingjusamur hundur.