Sælir hundaaðdáendur.
Ég veit að þetta er ekki alveg efni í grein, en oft er þörf, en nú er nauðsyn!

Ég er að leita að heimili fyrir 6 mánaða tík, gullfalleg, og skemmtileg, en á því miður við ýmis agavandmál að stríða sem eru eigandanum ofviða sökum veikinda.
Hún er blanda af Labrador og Sjéffer (50-50) og er svört, mjög falleg og vel heppnuð blanda.

Aðeins meira af henni ..
Hennar aðalvandamál er það að hún heldur að hún sé ennþá 8 vikna, og hagar sér í samræmi við það.
Flaðrar upp um fólk, ögrar, og er rosalega orkumikil, og er þrjósk.
Því miður var hún prönguð inn á eigandann, og var sagt að hún væri róleg, mjög hlýðin og þar fram eftir götunum, annað kom á daginn fljótlega.
Hún hefur er einnig svolítið fyrir að naga hluti sem hún á ekki að nafa, og hefur því étið nokkra skó af heimilisfólkinu.

Hún hljómar sennilega ekki vel í ykkar eyrum, en ég ætlaði að vera algerlega hreinskilin, og segja frá henni eins og hún, því ef einhver ákveður að taka hana að sér, þá vil ég ekki að viðkomandi taki hana að sér án þess að vita af þessum vandamálum sem henni fylgja.

Æskilegt væri að nýr eigandi ætti ekki ung börn, hún hefur hrint mínum börnum um koll og hrætt þau verulega með æðibunuganginum í sér, þannig að börn eru ekki æskileg í kringum hana á meðan hún kann ekki betri siði.
Og svo er auðvitað að viðkomandi hafi GÓÐA og MIKLA reynslu af hundum, ég veit að óvön manneskja ræður ekki við þennan hund (hef þjálfað 2 hunda sjálf, og sé að þessi ekki alveg fyrir byrjendur)
Hún þarf mikla þolinmæði og staðfestu, en ég er handviss um að hún sé fullkominn hundur fyrir manneskja sem kann til verkí.

Þannig að … ef þú ert þolinmóð/uð, með góða reynslu, hefur pláss, tíma, mikla ást, og heimili sem rúmar stórann hund (garður er mikið atriði) þá máttu endilega senda mér póst á gawdezz@fjoltengi.is eða senda mér skilaboð og spyrja nánar ef þú hefur áhuga á að taka hana að þér.

Ég vona að einhver þarna vilji hana, og geti veitt henni framtíðar heimili sem allra fyrst, því eigandinn er “in way over his head” ..

Kær kveðja og þakkir fyrir lesninguna.

PS: Hún er sprautuð gegn Parvo og örflögumerkt.
———————————————–